Brasilíski kantmaðurinn Savinho er búinn að skrifa undir nýjan sex ára samning við Manchester City, sem gildir til sumarsins 2031.
Þessi samningur er gerður eftir að Tottenham sýndi Savinho mikinn áhuga í sumar og reyndi að kaupa hann.
Savinho er 21 árs gamall og getur leikið á báðum köntum. Gamli samningurinn hans við Man City átti að renna út 2029 og er samningstíminn því lengdur um tvö ár, með góðri launahækkun.
Kantmaðurinn er búinn að skora eitt mark í sex leikjum á tímabilinu eftir að hafa komið að 16 mörkum í 48 leikjum á síðustu leiktíð, sem var hans fyrsta hjá félaginu.
Savinho var lykilmaður í liði Girona sem reyndist spútnik lið spænsku deildarinnar 2023-24. Hann var í kjölfarið keyptur til Man City, sem er systurfélag Girona. Talið er að leikmaðurinn hafi upprunalega verið keyptur til Girona með það sem markmið að selja hann áfram til City.
25.09.2025 23:30
Man City að ná samkomulagi við Savinho
Signed and sealed ? pic.twitter.com/KOawgJZXEG
— Manchester City (@ManCity) October 3, 2025
Athugasemdir