Steven Gerrard, knattspyrnustjóri Al Ettifaq, var baulaður af velli eftir 2-0 tap gegn erkifjendum þeirra í Al Qadsiah. Liðið er á hræðilegu skriði í deildinni og sætið hans Gerrard er orðið býsna heitt.
Al Ettifaq er nú í 11. sæti deildarinnar með fjögur töp í seinustu sex leikjum. Það er myndband í dreifingu á samfélagsmiðlum þar sem Steven Gerrard er að vera baulaður af velli. Steven Gerrard var spurður út í þetta eftir leik.
„Ég talaði við leikmennina mína. Ef við hefðum staðið okkur svona fyrr á tímabilinu værum við ekki komnir í þessa skammarlegu stöðu sem við erum í. En ég ber ábyrgð á þessu.“
Gamla félag Gerrard, Rangers, er 14 stigum á eftir Celtic í skosku deildinni og Philippe Clement, knattspyrnustjóri Rangers, er í mjög heitu sæti.
Steven Gerrard er líklegastur að taka við Rangers samkvæmt veðbönkum en hann vann skosku úrvalsdeildina með Rangers á sínum tíma eftir að hafa farið taplaus í gegnum allt tímabilið.
???????????? Steven Gerrard was booed by Al-Ettifaq fans as his side suffered their 4th loss in 6 games...
— CentreGoals. (@centregoals) November 3, 2024
They currently sit 11th in the Saudi Pro League.
pic.twitter.com/GJAvEP79Ub