Erik Ten Hag var látinn fara frá Manchester United á dögunum eftir 2-1 tap gegn West Ham United. Þetta var hans þriðja tímabil með rauðu djöflana en eftir slaka byrjun á tímabilinu fengu stjórnarmenn United nóg og rifu í gikkinn.
Ten Hag var ekki lengi að koma sér heim til Hollands en hann sást á leik í hollensku deildinni í gær. Hollendingurinn var á leik Heracles og NAC Breda sem fór 2-0 fyrir Heracles.
Elías Már Ómarsson var í byrjunarliði NAC Breda og spilaði 68. mínútur í gær. Heracles er í 12. sæti Eredevise en NAC Breda í 9. sætinu.
Ten Hag var rekinn á sínu þriðja tímabili með Manchester United en portúgalinn Ruben Amorim mun taka við liðinu í desember. Ten Hag vann deildarbikarinn á sínu fyrsta tímabili og FA bikarinn á öðru tímabilinu sínu með United.