Arsenal, Chelsea og Man Utd hafa áhuga á Vlahovic - Liverpool reynir að halda stjörnunum - City gæti krækt í Zubimendi
   sun 03. nóvember 2024 08:20
Ívan Guðjón Baldursson
Vill semja við Thomas Partey - Tomiyasu missir af næstu leikjum
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mikel Arteta þjálfari Arsenal vill halda Thomas Partey hjá félaginu en samningur hans rennur út næsta sumar.

Partey hefur verið mikilvægur hlekkur í liði Arsenal á upphafi nýs tímabils þar sem hann hefur verið að spila afar vel bæði sem djúpur miðjumaður og sem hægri bakvörður þegar þess þarf.

„Hann er bara 31 árs og er á mjög góðum stað bæði líkamlega og andlega. Við munum fara í samningsviðræður við hann," sagði Arteta.

„Thomas er að leggja gríðarlega mikla vinnu á sig til að vera í toppstandi."

Partey verður ekki 32 ára fyrr en næsta sumar, en hann hefur í heildina spilað 126 leiki á rétt rúmlega fjórum árum eftir að Arsenal keypti hann frá Atlético Madrid.

Þá staðfesti Arteta að japanski varnarmaðurinn Takehiro Tomiyasu mun ekki geta spilað fótbolta aftur fyrr en eftir landsleikjahléð í miðjum mánuði.

Tomiyasu er 25 ára með 84 leiki að baki fyrir Arsenal. Hann á tvö ár eftir af samningi með möguleika á auka ári.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner