Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 03. desember 2021 19:25
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Algjörlega dýrvitlaus á velli - „Trompaðist og elti mig nánast inn í klefa"
Reynir var fyriliði Fram tímabilin 2007 og 2008
Reynir var fyriliði Fram tímabilin 2007 og 2008
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Höddi Magg.
Höddi Magg.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Hörður Magnússon var gestur Jóa Skúla í hlaðvarpsþættinum Draumaliðið í vikunni. Höddi er FH-ingur og í seinni tíð þekktur sem íþróttalýsandi og fyrrum þáttarstjórnandi Pepsi-markanna.

Ásamt því að leika með FH lék Höddi með Val og ÍR á sínum ferli og með svissneska liðinu Stäffe. Í þættinum gerir Höddi, sem var mikill markaskorari, upp ferilinn og velur í ellefu manna draumalið skipað af liðsfélögum á ferlinum.

Jói spurði Hörð út í mest óþolandi andstæðing og var Reynir Leósson sá sem Hörður nefndi. Áður í þættinum hafði komið fram að ástríða væri í Herði inn á vellinum.

„Ég gef mér það að það hafi verið uppleggið hjá leikmönnum fyrir leik að klípa aðeins í þig til að reyna æsa þig upp. Var það ekki málið? Varstu mikið í deilum við varnarmenn?" spurði Jói.

„Það voru einstaka leikmenn. Ég held að rimmann við Reyni Leósson sé sú eftirminnilegasta," sagði Höddi.

„Það er rimma sem átti sér stað 2001. Leikur sem endaði 0-1 fyrir Skagann, grísuðu einhverju marki, og ég hreinsa úr nösunum mjög nálægt Reyni. Hann algjörlega trompaðist og elti mig nánast inn í klefa. Það var allt vitlaust í lokin."

„Mörgum árum seinna, þegar Reynir kemur í Pepsi-mörkin þá ræðum við saman um þetta atvik. Við erum búnir að vera fóstbræður síðan."

„Klikkaðari mann á vellinum hef ég sjaldan kynnst. Það er ótrúlegt, þetta er svo mikill öðlingur, en hann var algjörlega dýrvitlaus inn á vellinum."

„Ég var það líka, ég geri mér alveg grein fyrir því að ég var ekki barnanna bestur og maður nýtti sér ýmislegt,"
sagði Höddi.

Árið 2001 var Höddi leikmaður FH og Reynir leikmaður ÍA.


Athugasemdir
banner
banner
banner