Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. desember 2021 22:16
Victor Pálsson
Brjálaður eftir tap gegn Celtic: Ég færi í fangelsi ef ég myndi segja mína skoðun
Mynd: Getty Images
Robbie Neilson, stjóri Hearts, var brjálaður í gær eftir leik liðsins við Celtic í skosku úrvalsdeildinni.

Celtic vann leikinn með einu marki gegn engu en það var Japaninn Kyogo Furuhashi sem skoraði eina markið í þessari viðureign.

Margir voru á því máli að Kyogo hafi verið rangstæður í þessu marki sem reyndist nóg til að tryggja sigurinn.

Neilson var á meðal þeirra en hann passaði sig þó í viðtali við blaðamenn eftir leik eftir að hafa fengið eins leiks bann fyrr á þessu tímabili fyrir ummæli eftir leik.

„Ég færi í fangelsi ef ég myndi segja mína skoðun," sagði Neilson í samtali við blaðamenn en fleiri umdeildir hlutir áttu sér stað í leiknum.

Vængmaðurinn Jota meiddist aftan í læri í þessari viðureign og ákvað dómarinn að stöðva leikinn eftir þau meiðsli sem kom í veg fyrir að Hearts gæti komist í skyndisókn.

„Ég hef aldrei séð annað eins í mínu lífi. Strákurinn tognar aftan í læri og dómarinn stöðvar leikinn til að láta þá fá boltann þegar við getum komist í skyndisókn. Svona er skoskur fótbolti, við erum í Glasgow."

„Ég er með tvær tilfinningar - pirringur því við fengum lélega ákvörðun í markinu og svo er ég stoltur af strákunum sem spiluðu glimrandi vel og þá sérstaklega í seinni hálfleik."
Athugasemdir
banner
banner
banner