Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   fös 03. desember 2021 09:00
Brynjar Ingi Erluson
Fær saltboltann í stað Ballon d'Or
Robert Lewandowski fær Ballon d'Sel
Robert Lewandowski fær Ballon d'Sel
Mynd: Getty Images
Pólski framherjinn Rober Lewandowski mun fá sérstakan saltbolta í stað fyrir gullknöttinn sem hann missti af á dögunum en þetta segir borgarfulltrúi pólsku borgarinnar Wieliczka.

Lewandowski var valinn besti knattspyrnumaður heims í byrjun ársins af FIFA en missti af tækifærinu til að vinna Ballon d'Or á síðast ári þar sem verðlaunahátíðinni var aflýst og ákveðið var að enginn myndi vinna það árið.

Hann var í baráttunni við Lionel Messi í ár en lenti í öðru sæti og vann Messi þar sjöunda gullknöttinn.

Lewandowski var valinn besti framherji ársins á verðlaunahátíðinni í París og voru það einhverskonar sárabótarverðlaun en nú ætlar pólski bærinn Wieliczka að sjá til þess að hann fái sérstakan saltbolta eða Ballon d'Sel.

Wielizcka er hvað þekktust fyrir saltnámur sínar og hefur Kamil Jastrzebski, borgarfulltrúi Wielizcka, lofað því að Lewandowski fái þá viðurkenningu sem hann á skilið.

„Það hefur átt sér stað gríðarlegt óréttlæti og Robert Lewandowski er fórnarlambið. Sem fulltrúi Wieliczka, hef ég ákveðið að leggja til að borgin muni á táknrænan hátt tilkynna Lewandowski sem besta fótboltamann heims," sagði Jastrzebski.

„Þetta átti að vera grín fyrstu og ætluðum að létta lundina en Wieliczka mun samt gera eitthvað táknrænt. Sumir vilja gefa fyrirliða landsliðsins saltbolta. Árm áður var salt kallað hvítagull, þannig þetta hefur sögulegt og landfræðilegt gildi. Þrátt fyrir mikla verðbólgu og krísu í þjóðfélaginu þá getur borgin samt sem áður safnað salti í þennan gjörning," sagði hann í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner