Haraldur er vinstri bakvörður sem gekk í vetur í raðir FH eftir að hafa spilað með Fram undanfarin ár. Hann lék með Fram, Haukum og Álftanesi í yngri flokkunum og er nú mættur í svart og hvítt.
Haraldur var í lykilhlutverki þegar Fram vann Lengjudeildina með yfirburðum í sumar og var í liði ársins í Lengjudeildinni. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Haraldur var í lykilhlutverki þegar Fram vann Lengjudeildina með yfirburðum í sumar og var í liði ársins í Lengjudeildinni. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.
Fullt nafn: Haraldur Einar Ásgrímsson
Gælunafn: Halli
Aldur: 21 árs
Hjúskaparstaða: Í sambandi
Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Maí 2017 með Íslensku Úlfunum á móti stórliði Hrunamanna
Uppáhalds drykkur: Gulur Collab er insane
Uppáhalds matsölustaður: Serrano eða Wok on verða oftast fyrir valinu
Hvernig bíl áttu: Engan eins og er
Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Blacklist
Uppáhalds tónlistarmaður: Dave
Uppáhalds hlaðvarp: Steve Dagskrá og Ungstirnin þar sem Maggi Hólm fer á kostum
Fyndnasti Íslendingurinn: Steindi Jr
Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: "Kl hvað byrjar?" Frá Pabba
Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Þór Akureyri
Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Dion Acoff var helvíti fljótur og erfiður
Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Held að Birgir Jónasson og Lalli G x Villi eigi mest í mér
Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Ragnar Bragi er vel pirrandi inn á vellinum
Hver var fyrirmyndin þín í æsku: Ronaldinho
Sætasti sigurinn: Sigurinn í rokleiknum á móti Fjölni í fyrra var virkilega sætur
Mestu vonbrigðin: Að komast ekki upp um deild með Fram árið 2020 útaf markatölu
Uppáhalds lið í enska: Manchester United
Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Fellow Álftnesing Guðjón Pétur Lýðsson, Kóngurinn!
Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Logi Hrafn og William Cole Campbell eru gæði
Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Róbert Daði Sigurþórsson er tía
Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi:
Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Messi
Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Á eftir að kynnast því betur en held að þetta sé hörð barátta á milli Hödda og Loga
Uppáhalds staður á Íslandi: Álftanes
Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Kannski ekki skemmtilegt en eftirminnilegt þegar gamli íþróttakennarinn minn Jóhann Ingi gaf mér rautt spjald á móti uppeldisfélaginu Álftanesi í leik með Fram
Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: Nei ekkert sérstakt
Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Smá með NBA bara
Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Nike Mercurial Vapor
Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Danskan var erfið
Vandræðalegasta augnablik: Það var ekkert spes að labba framhjá gömlu vinunum frá Álftanesi eftir rauða spjaldið
Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju og af hverju: Magnús Ingi Þórðarson, Unnar Steinn og Gummi Kri. Ég, Mingi og Unnar chillum bara meðan skepnan Gummi kæmi okkur örugglega einhvern veginn heim
Sturluð staðreynd um sjálfan þig: Er hræddur við öll dýr
Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Aron Þórður og Gunni Gunn algjörir toppmenn.
Hverju laugstu síðast: Að ég myndi setja í þvottavélina
Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Hlaup án bolta
Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja: Myndi fá eih góð tips frá Ronaldinho
Athugasemdir