Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 03. desember 2021 21:00
Victor Pálsson
Sveindís er komin til Wolfsburg: Ég elska að skora mörk og er góð í því
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir er mætt til Wolfsburg en hún mun leika fyrir þýska stórliðið á næsta ári eftir dvöl í Svíþjóð.

Sveindís er gríðarlega efnilegur leikmaður en hún hefur fest sig í sessi sem lykilmaður í landsliðinu þrátt fyrir að vera aðeins tvítug að aldri.

Sveindís hefur spilað með Kristianstad í Svíþjóð og staðið sig með prýði en nú bíður hennar stærra lið í Wolfsburg.

Wolfsburg birti myndband á YouTube síðu sína í dag þar sem Sveindís er spurð ýmsa spurninga og er hún boðin velkomin til félagsins.

„Ég vildi spila fyrir mjög gott lið og augljóslega þá er Wolfsburg eitt besta félagslið heims. Ég er ánægð með að vera komin hingað," sagði Sveindís.

„Ég spila sem framherji og elska að skora mörk og er góð í því. Ég er einnig mjög hröð, það er mitt vopnabúr."

„Ég er vingjarnleg og á það til að vera feimin en um leið og þú kynnist mér þá er ég það ekki lengi."

Myndbandið má sjá hér fyrir neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner