Norður-Írland 1 - 1 Ísland
1-0 Niamh Boothryd ('84)
1-1 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('87)
Íslenska U19 landsliðið mætti Norður-Írlandi í undankeppni fyrir EM næsta sumar í dag. Leikurinn endaði með jafntefli og íslenska liðið er því komið áfram á næsta stig undankeppninnar.
1-0 Niamh Boothryd ('84)
1-1 Ísabella Sara Tryggvadóttir ('87)
Íslenska U19 landsliðið mætti Norður-Írlandi í undankeppni fyrir EM næsta sumar í dag. Leikurinn endaði með jafntefli og íslenska liðið er því komið áfram á næsta stig undankeppninnar.
Það var Ísabella Sara Tryggvadóttir, leikmaður Vals, sem skoraði mark Íslands á 87. mínútu leiksins. Markið kom þremur mínútum eftir að Norður-Írland komst yfir. Mark Ísabellu var mikilvægt því það kom Íslandi áfram. Það var Bergdís Sveinsdóttir sem lagði upp markið. Miðað við tölfræði leiksins þá var íslenska liðið með talsverða yfirburði.
Ísland endaði með tvö stig úr leikjunum þremur; liðið gerði jafntefli gegn bæði Belgíu og Norður-Írlandi en tapaði gegn Spáni. Liðið endaði í 3. sæti riðilsins, með stigi meira en Norður-Írland. Spánn endaði með fullt hús stiga og Belgía var í öðru sæti með fjögur stig.
Dregið verður í næstu umferð undankeppninnar á föstudag.
Athugasemdir