Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   mið 04. janúar 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Sérfræðingarnir á Sky sammála - „Þetta var klárt víti"
Sérfræðingarnir á Sky Sports voru allir sammála um það að Arsenal hefði átt að fá að minnsta kosti eina vítaspyrnu í markalausa jafnteflinu gegn Newcastle United í gær.

Newcastle slapp heldur betur með skrekkinn á Emirates-leikvanginum í gær en Arsenal vildi fá tvær vítaspyrnur í síðari hálfleik en Andy Madley, dómari leiksins, var ekki sammála.

Dan Burn reif Gabriel niður í teignum á 58. mínútu og virtist það vera klárt víti, en heimamenn fengu þó ekkert slíkt.

„Arteta á alveg rétt á því að vera pirraður yfir þessu. Ég held að vandamálið þarna sé það að Howard Webb, yfirmaður dómaramála, hefur sagt dómurum það að ef þetta er lítil snerting þá eiga dómarar ekki að blanda sér í málið nema þeir þurfi þess, en þeir hefðu klárlega átt að blanda sér inn í þetta. Hann reif næstum því treyjuna af Gabriel. Ég sagði að þeir væru mjög heppnir þegar ég sá þetta gerast,“ sagði Gary Neville.

Paul Merson, einn af sérfræðingum Sky, var sammála Gary.

„Þetta er klárt víti. Þetta er brot úti á velli. Hann ríghélt í treyjuna hans og við sáum leikmenn á spjald fyrir minna en þetta í gær,“ sagði Merson og tók Les Ferdinand, fyrrum leikmaður Tottenham og Newcastle undir það.

„Ég skil ekki hvernig þetta er ekki augljóst brot samkvæmt reglunum. Hann rífur í treyjuna og stöðvar hann. Þetta er augljóst víti,“ sagði Ferdinand.
Athugasemdir
banner