Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   lau 04. febrúar 2023 23:40
Ívan Guðjón Baldursson
Birmingham nýtti ákvæði í lánssamningi Longelo
Mynd: EPA

West Ham United lánaði bakvörðinn Emmanuel Longelo til Birmingham City í Championship deildinni fyrir tímabilið með kaupmöguleika.


Þjálfarateymi Hamranna hefur ekki sérlega miklar mætur á Longelo og var því sett 400 þúsund punda kaupákvæði með í lánssamninginn, sem Birmingham hikaði ekki við að nýta sér undir lok janúargluggans.

Birmingham er því búið að kaupa hinn 22 ára gamla Longelo til sín eftir að hann stóð sig vel á fyrri hluta tímabilsins. Það tók hann nokkra mánuði að fá tækifæri með aðalliðinu en í dag er hann orðinn mikilvægur hlekkur.

Longelo er sókndjarfur bakvörður sem getur einnig leikið á kantinum eða vinstra megin í fremstu víglínu. Hann er enskur en á ekki leiki að baki fyrir yngri landsliðin og hefur aðeins tvisvar komið við sögu með aðalliði West Ham.


Athugasemdir
banner
banner
banner