Kluivert orðaður við Newcastle - Gerrard með tilboð frá Carlisle - Sesko og Zubimendi færast nær Arsenal
   þri 04. febrúar 2025 13:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
West Ham rekur þann sem séð hefur leikmannamálin
Tim Steidten.
Tim Steidten.
Mynd: Getty Images
West Ham hefur staðfest að Tim Steidten hafi yfirgefið félagið. Hann hefur að undanförnu starfað sem yfirmaður leikmannamála hjá félaginu.

Hann sá til að mynda um síðasta leikmannaglugga þar sem mikið var verslað inn, en ekki er hægt að segja að þau kaup hafi slegið í gegn hjá honum.

Steidten náði þá ekki góðri tengingu við stjóra West Ham en bæði David Moyes og Julen Lopetegui áttu erfitt með að vinna með honum.

Steidten er þýskur og starfaði áður fyrir Werder Bremen og Bayer Leverkusen.

Graham Potter tók fyrir stuttu við sem stjóri West Ham og góðkunningi hans kemur inn í stað Steidten. Kyle Macauley heitir sá og starfaði með Potter hjá bæði Brighton og Chelsea.
Athugasemdir
banner
banner