Gluggadagsslúðrið - Man Utd reynir að styrkja sóknarlínuna - Ferguson hefur staðist læknisskoðun - Aston Villa að fá Asensio
   þri 04. febrúar 2025 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Wolves sótti miðjumann á elleftu stundu (Staðfest)
Mynd: Wolves
Simbabve-maðurinn Marshall Munesti er formlega genginn í raðir Wolves frá Reims í Frakklandi, en enska félagið kynnti hann seint í gærkvöldi.

Munetsi er 28 ára gamall miðjumaður sem kemur til Wolves fyrir rúmar 15 milljónir punda.

Samkomulag náðist um leikmanninn um miðjan dag í gær en það tók dágóðan tíma að skila pappírum.

Wolves kynnti hann rétt fyrir klukkan eitt í nótt en en Munetsi gerði samning við við Wolves til 2028 með möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.

Ágætis endir á glugganum hjá Wolves sem sótti einnig varnarmanninn Nasser Djiga frá Rauðu stjörnunni rétt fyrir lok gluggans.


Athugasemdir
banner
banner