Simbabve-maðurinn Marshall Munesti er formlega genginn í raðir Wolves frá Reims í Frakklandi, en enska félagið kynnti hann seint í gærkvöldi.
Munetsi er 28 ára gamall miðjumaður sem kemur til Wolves fyrir rúmar 15 milljónir punda.
Samkomulag náðist um leikmanninn um miðjan dag í gær en það tók dágóðan tíma að skila pappírum.
Wolves kynnti hann rétt fyrir klukkan eitt í nótt en en Munetsi gerði samning við við Wolves til 2028 með möguleika á að framlengja samninginn um ár til viðbótar.
Ágætis endir á glugganum hjá Wolves sem sótti einnig varnarmanninn Nasser Djiga frá Rauðu stjörnunni rétt fyrir lok gluggans.
Another deadline day addition ??
— Wolves (@Wolves) February 4, 2025
Welcome, Marshall! ???????? pic.twitter.com/PusY8xoDHT
Athugasemdir