Man City ræðir um möguleg kaup á Ait-Nouri - Adarabioyo eftirsóttur - Newcastle vill Sesko
   lau 04. mars 2023 13:00
Brynjar Ingi Erluson
Forseti Argentínu staðráðinn í að finna mennina sem hótuðu Messi
Lionel Messi
Lionel Messi
Mynd: EPA
Alberto Fernandez, forseti Argentínu, ætlar að gera allt sem í hans valdi stendur til að finna byssumennina sem réðust inn í verslun í Rosario og skildu eftir hótunarbréf sem var ætlað Lionel Messi.

Á fimmtudag réðust mennirnir inn í matvörubúðina Unico í Rosaro í Argentínu en verslunin er í eigu Antonellu Rocuzzo, eiginkonu Messi.

Byssumennirnir skildu eftir bréf sem var stílað á Messi, leikmann Paris Saint-Germain og argentínska landsliðsins, en þar er leikmanninum hótað.

„Messi, við bíðum eftir þér. Javkin er dópsali og mun ekki passa þig,“ stóð í bréfinu en þar er talað um Pablo Javkin, borgarstjóra Rosario.

Fernandez, forseti Argentínu, er staðráðinn í því að finna mennina og koma þeim á bakvið lás og slá.

„Á fimmtudag vaknaði ég við ljótar fréttir. Ég hafði strax samband við Javkin og sagði honum að það yrði að gera eitthvað meira í þessu. Við erum að gera mikið en það þarf augljóslega að gera eitthvað meira. Ofbeldi og skipulögð glæpastarfsemi er rosalega alvarlegt vandamál,“ sagði Fernandez við InfoBae.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner