Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mán 04. mars 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Neville: England er með Bellingham og Kane en Foden er ótrúlega sérstakur
Phil Foden
Phil Foden
Mynd: Getty Images
Neville vill að Southgate finni einhverja leið til að koma Foden í liðið
Neville vill að Southgate finni einhverja leið til að koma Foden í liðið
Mynd: Getty Images
Phil Foden á skilið fast sæti í enska landsliðinu en þetta segir Gary Neville, sparkspekingur á Sky Sports.

Foden er að eiga frábært tímabil með Manchester City. Hann hefur ekki alltaf átt fast sæti í liðinu en hefur spilað meira á þessari leiktíð og sýnt öllum af hverju það er.

Á tímabilinu hefur hann komið að 28 mörkum í öllum keppnum, hans besta tímabil til þessa.

Englendingurinn tók málin í sínar hendur í nágrannaslagnum gegn Manchester United í gær er Man City var einu marki undir. Hann jafnaði með stórkostlegu skoti og kom liðinu síðan yfir eftir frábært þríhyrningsspil með Julian Alvarez.

Foden hefur ekki verið að spila reglulega með enska landsliðinu en Neville vill að Gareth Southgate, þjálfari landsliðsins, finni leið til að byggja liðið í kringum hann.

„England er með Bellingham, Kane og Foden, en Foden er ótrúlega sérstakur. Ef við getum ekki skapað pláss fyrir Phil Foden og byggt í kringum hann þá erum við í veseni. Gareth [Southgate] hefur unnið frábært starf, en Foden er eitthvað allt annað. Hann kæmist inn í hvaða lið sem er í heiminum og við þurfum að spila honum í hans bestu stöðu eða hvaða stöðu Gareth telur að besta sé að nota hann í.“

„Pep fékk hann inn í liðið, tók hann út, setti hann aftur inn og tók hann síðan aftur út. Maður velti oft fyrir sér hvort hann myndi einhvern tímann festa stöðu í liðinu, en núna er hann þarna og er mikilvægur. Þessir stórslagir gegn Liverpool og Man Utd hafa alltaf verið tilfinningaríkir fyrir City.“

„Foden er bara svo kaldur og virkar svo rólegur yfir þessu öllu saman. Skapið hans er geggjað. Hann sá sjálfur til þess að koma City aftur inn í leikinn með þessu heimsklassa skoti, en þetta þríhyrningsspil í kringum Casemiro, sem féll fyrir því og komst ekki nálægt honum, var afar klassískt bragð. Þetta er einfalt en fallegt,“
sagði Neville.
Athugasemdir
banner
banner