Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
banner
   sun 04. apríl 2021 15:33
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Rússland: Sigur í fyrsta leik Ivica Olic hjá CSKA - Vítaveisla
Arnór og Hörður
Arnór og Hörður
Mynd: Heimasíða CSKA
Tambov 1 - 2 CSKA
1-0 Artem Arkhipov ('16 , víti)
1-1 Nikola Vlasic ('26 , víti)
1-2 Salomon Rondon ('52 , víti)
1-2 Nikola Vlasic ('64 , Misnotað víti)

Þeir Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon voru báðir í byrjunarliði CSKA Moskvu sem lagði Tambov í rússnesku úrvalsdeildinni í dag.

Leikurinn var fyrsti leikur CSKA undir stjór Ivica Olic, fyrrum leikmanns Bayern Munchen, en Olic tók við liðinu nýlega.

Arnór lék allan leikinn en Hörður fór af velli á 70. mínútu. Fjórar vítaspyrnur voru dæmdar í leiknum og rötuðu þrjár þeirra yfir marklínuna, ein hjá heimamönnum í Tambov og tvær hjá gestunum í CSKA.

Þá klikkaði Vlasic einu sinni á punktinum. CSKA er í 4. sæti með 43 stig en Tambov er í botnsætinu.


Ivica Olic
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner