Launakostnaður Williams yrði hár fyrir Arsenal - Lucca aðalskotmark Man Utd - Tottenham vill halda Kulusevski
   fös 04. apríl 2025 11:42
Elvar Geir Magnússon
De Bruyne yfirgefur Man City í sumar (Staðfest)
Kevin de Bruyne .
Kevin de Bruyne .
Mynd: EPA
Kevin De Bruyne hefur staðfest að hann muni yfirgefa Manchester City þegar samningur hans rennur út.

De Bruyne er 33 ára og hefur unnið sextán bikara síðan hann kom til City frá Wolfsburg 2015, þar á meðal sex úrvalsdeildartitla og Meistaradeildina 2023. Hann er einn af bestu miðjumönnum í sögu deildarinnar.

„Allar sögur taka enda en þetta hefur klárleg verið besti kaflinn. Fótboltinn leiddi mig til ykkar allra og til þessarar borgar. Ég elti drauma mína og vissi ekki að þessi kafli myndi breyta lífi mínu. Þessi borg. Þetta félag," skrifaði De Bruyne á samfélagsmiðla.

De Bruyne hefur talsvert mikið verið að glíma við meiðsli undanfarin ár og missti af næstum fimm mánuðum af síðasta tímabili. Þessi frábæri leikmaður sagði síðasta sumar að hann væri opinn fyrir öllu en þá var verið að orða hann við Sádi-Arabíu.


Athugasemdir
banner
banner