Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
Þakklátur Fram fyrir tækifærið - „Sé mig spila lengur á Íslandi"
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Vann kapphlaupið við tímann - „Búin að leggja ógeðslega mikið á mig"
Gætu ekki beðið um betra umhverfi - „Sagði við Hafrúnu að núna væri þetta að gerast"
Eru fjórar hjá sama félaginu - „Er heppin með það"
Karólína Lea gefur ekkert upp þrátt fyrir háværar sögur
Maggi Már: Mér fannst við vera betri
Óskar Hrafn: Vonaði að það væri undantekningin sem sannaði regluna
Sölvi um Óskar Borgþórs: Bara "no comment"
Nikolaj Hansen: Ég er framherji og vil skora mörk
Heimir Guðjóns: Eigum ekki að fá á okkur mörk úr föstum leikatriðum
Morten Ohlsen eftir tap Vestra: Okkur var refsað
Gísli Laxdal: Ég potaði honum inn hundrað prósent
Viktor varð ekki stressaður: Kennie stendur fyrir sínu
Lárus Orri: Áttum okkur á því að þetta er bara einn sigur
Láki: Þurfum að hafa meira fyrir því að skora mörk
Rúnar Kristins: Það bjargaði okkur alveg
Aðstaðan kom Caulker skemmtilega á óvart - „Frábær vettvangur til að læra, þróa minn feril og hjálpa liðinu“
Frá Ólafsvík á EM - „Maður er í þeim forréttindahópi"
Draumurinn rættist núna eftir svekkjandi tíðindi 2022
   þri 01. júlí 2025 08:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
„Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka"
Freyr Sigurðsson
Freyr Sigurðsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég elska að spila fótbolta, þetta er búið að vera mjög skemmtilegt," sagði Freyr Sigurðsson, leikmaður Fram, en þessi tvítugi miðjumaður skoraði sigurmark liðsins gegn Aftureldingu í 8-liða úrslitum á dögunum. Þá skoraði hann í sigri á ÍBV í deildinni um helgina.

Fram hefur ekki tapað í síðustu fjórum leikjum í deild og bikar en auk þess að vera komið í undanúrslit bikarsins situr liðið í 5. sæti deildarinnar aðeins stigi á eftir Stjörnunni sem situr í 4. sæti.

„Það er góður mórall í liðinu og erum mjög ánægðir og ætlum bara að halda áfram," sagði Freyr.

Freyr er á miðjunni ásamt Simon Tibbling og Fred Saraiva. Hvernig er að spila með þeim?

„Það er ótrúlegt. Simon er eitthvað rugl góður og Fred líka. Það gefur manni mikið traust og þeir hjálpa mér og peppa mig áfram, það er frábært að spila með þeim," sagði Freyr.

Tibbling gekk til liðs við félagið síðasta vetur en hann hefur átt frábæran feril í Evrópu og þá var hann í U21 landsliði Svía sem vann EM árið 2015 og á einn A-landsleik að baki.

„Hann er kannski ekkert að öskra menn áfram (á æfingum) en hann tekur mann í spjall og segir til. Hann er frábær í fótbolta og mér eiginlega brá þegar ég sá hann hvað hann er góður," sagði Freyr.
Athugasemdir
banner