„Yndisleg, ég er svo þakklát á hverjum degi að vera á vellinum, Keflavík fékk mig hingað og ég er þakklát fyrir tækifærið. Leikurinn í dag var svo frábær. Gunnar setti upp frábært leikplan sem við fylgdum mjög vel og það vildi bara þannig til að ég átti nokkrar vörslur og við unnum 1-0. “
Sagði Samantha Leshnak Murphy markvörður Keflavíkur sem átti vægast sagt stórleik þegar Keflavík lagði Breiðablik 1-0 fyrr í kvöld.
Sagði Samantha Leshnak Murphy markvörður Keflavíkur sem átti vægast sagt stórleik þegar Keflavík lagði Breiðablik 1-0 fyrr í kvöld.
Lestu um leikinn: Keflavík 1 - 0 Breiðablik
Þegar komið var djúpt inn í uppbótartíma fengu Blikar vítaspyrnu og gullið tækifæri til að jafna í blálokin. Natasha Anasi fyrrum fyrirliði Keflavíkur steig á punktinn en Samantha gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu hennar glæsilega. Hvað fór í gegnum huga hennar þegar víti var dæmt?
„Þetta var mjög óheppilegt, mig langaði auðvitað að segja nokkur vel valin orð við dómarann en ef þetta á að verða þá er það undir mér komið svo ég notaði hausinn og sá hvort ég gæti lesið það og náði vörslunni.“
Keflavík sem spáð var falli fyrir mót er nú komið með sex stig að loknum tveimur umferðum og þar með fullt hús. Ef mið er tekið af fyrstu tveimur umferðunum er auðvelt að draga þá ályktun að Keflavík sé afl í deildinni sem ber að virða.
„Við teljum það og höfum trú á okkur sjálfum. VIð erum Keflavík og stoltar af því.“
Sagði Samantha en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir