Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
Brynjar Björn útskýrir útlendingafjöldann
Ómar Ingi: Legghlífunum hans var stolið
Vill breytingar eftir tæklingu Grétars - „Getur eyðilagt ferla hjá mönnum"
Sætasti strákurinn á ballinu - „Hann er 39 ára í líkama sextugs manns"
Bræður eigast við í bikarnum - Síðasta tækifærið að mæta Birki
Haraldur Freyr: Leikurinn spilast eins og við vildum
Höskuldur: Fannst þeir ofan á í grunnatriðum leiksins
Sami Kamel: Þurftum bara að beisla þessa jákvæðu orku
Dóri Árna: Ótrúlega andlaust og ekki líkt liðinu sem ég þekki
Hallgrímur Jónasson: Við stöndum saman sem lið
Árni Freyr: Mér fannst þetta vera víti
Breki Baldurs: Ég er mjög hrifinn af þessu kerfi
Arnar Gunnlaugs: Ótrúlegasta mark sem ég hef séð á þessum velli
Sveinn Þór: Ég held að við höfum aðeins sjokkerað þá pínulítið
Baldvin Borgars: Virkilega sáttur með frammistöðuna hjá mínum mönnum
Rúnar Kristins: Þeir lögðu mikla vinnu í þetta og veittu okkur mjög erfiðan leik
Jökull: Pirrandi leikur
Hetja HK kíkir ekkert niður í bæ: Ekkert mikið að gera þar miðað við í London
Hrannar Bogi eftir hetjulega frammistöðu Augnabliks: Við nálgumst leiki alltaf alveg eins
Fékk afmælisgjöf fyrir leikinn: Ég fékk Þróttaratrefil og nokkrar Stellur
   mið 04. maí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Samantha: Notaði hausinn og sá hvort ég gæti lesið það
 Samantha Leshnak Murphy
Samantha Leshnak Murphy
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Yndisleg, ég er svo þakklát á hverjum degi að vera á vellinum, Keflavík fékk mig hingað og ég er þakklát fyrir tækifærið. Leikurinn í dag var svo frábær. Gunnar setti upp frábært leikplan sem við fylgdum mjög vel og það vildi bara þannig til að ég átti nokkrar vörslur og við unnum 1-0. “
Sagði Samantha Leshnak Murphy markvörður Keflavíkur sem átti vægast sagt stórleik þegar Keflavík lagði Breiðablik 1-0 fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Breiðablik

Þegar komið var djúpt inn í uppbótartíma fengu Blikar vítaspyrnu og gullið tækifæri til að jafna í blálokin. Natasha Anasi fyrrum fyrirliði Keflavíkur steig á punktinn en Samantha gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu hennar glæsilega. Hvað fór í gegnum huga hennar þegar víti var dæmt?

„Þetta var mjög óheppilegt, mig langaði auðvitað að segja nokkur vel valin orð við dómarann en ef þetta á að verða þá er það undir mér komið svo ég notaði hausinn og sá hvort ég gæti lesið það og náði vörslunni.“

Keflavík sem spáð var falli fyrir mót er nú komið með sex stig að loknum tveimur umferðum og þar með fullt hús. Ef mið er tekið af fyrstu tveimur umferðunum er auðvelt að draga þá ályktun að Keflavík sé afl í deildinni sem ber að virða.

„Við teljum það og höfum trú á okkur sjálfum. VIð erum Keflavík og stoltar af því.“

Sagði Samantha en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner