Arsenal hefur áhuga á Rogers - Elliott færist nær Leipzig - Forest hefur áhuga á Carmona og Cash
Óli Kri: Rotar okkur svolítið þetta mark sem þau skora
Óskar Smári: Sár, svekktur, fúll
Einar Guðna: Ótrúlega glaður með þessi þrjú stig fyrst og fremst
Matti Guðmunds: Kannski er þetta okkar besti leikur svona heilt yfir í 90 mínútur
„Það er bara eins og í box bardaga að fá á sig vönkun eftir vönkun"
Dóri Árna svarar gagnrýnisröddum - „Ég vona einhver gefi þeim gott knús heima"
Fyrsti bikarúrslitaleikur Hólmars á Íslandi - „Mikil eftirvænting“
Rúnar Kristins: Erum tilbúnir í þessa baráttu
Óskar Hrafn: Vorum eins og hjón sem hafa makaskipti í Dansskóla Köru
Galdur: Leist betur á KR en Breiðablik
Elmar Atli: Auðvitað fúll en ég virði ákvörðun þjálfarans
Davíð Smári: Virðist dáið á Íslandi að sóknarmaðurinn njóti vafans
Túfa: Frederik og Aron ættu að vera klárir á föstudaginn
Bragi Karl setti tvö í 5-4 sigri: Ljúft að sækja þrjú stig í Kópavoginn
Kjartan Henry: FH var ekki að fara að tapa fyrir Breiðabliki tvo daga í röð
Dóri Árna: Skora fjögur mörk á heimavelli á alltaf að vera nóg
Lárus Orri: Ómar er kýldur í magann
Sölvi: Fæ aftur þá tilfinningu að lífið sé gott
Ingvar tjáir sig um bekkjarsetuna: Tímasetningin hrikalega súr
Maggi: Það hafa mörg lið brotnað við það en við gerum það ekki
   mið 04. maí 2022 22:35
Sverrir Örn Einarsson
Samantha: Notaði hausinn og sá hvort ég gæti lesið það
Kvenaboltinn
 Samantha Leshnak Murphy
Samantha Leshnak Murphy
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
„Yndisleg, ég er svo þakklát á hverjum degi að vera á vellinum, Keflavík fékk mig hingað og ég er þakklát fyrir tækifærið. Leikurinn í dag var svo frábær. Gunnar setti upp frábært leikplan sem við fylgdum mjög vel og það vildi bara þannig til að ég átti nokkrar vörslur og við unnum 1-0. “
Sagði Samantha Leshnak Murphy markvörður Keflavíkur sem átti vægast sagt stórleik þegar Keflavík lagði Breiðablik 1-0 fyrr í kvöld.

Lestu um leikinn: Keflavík 1 -  0 Breiðablik

Þegar komið var djúpt inn í uppbótartíma fengu Blikar vítaspyrnu og gullið tækifæri til að jafna í blálokin. Natasha Anasi fyrrum fyrirliði Keflavíkur steig á punktinn en Samantha gerði sér lítið fyrir og varði spyrnu hennar glæsilega. Hvað fór í gegnum huga hennar þegar víti var dæmt?

„Þetta var mjög óheppilegt, mig langaði auðvitað að segja nokkur vel valin orð við dómarann en ef þetta á að verða þá er það undir mér komið svo ég notaði hausinn og sá hvort ég gæti lesið það og náði vörslunni.“

Keflavík sem spáð var falli fyrir mót er nú komið með sex stig að loknum tveimur umferðum og þar með fullt hús. Ef mið er tekið af fyrstu tveimur umferðunum er auðvelt að draga þá ályktun að Keflavík sé afl í deildinni sem ber að virða.

„Við teljum það og höfum trú á okkur sjálfum. VIð erum Keflavík og stoltar af því.“

Sagði Samantha en viðtalið má sjá hér að ofan.
Athugasemdir
banner