Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 04. júní 2020 20:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ingibjörg Sig velur draumaliðið sitt
Mynd: Draumaliðsdeild 50 Skills
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ingibjörg Sigurðardóttir, landsliðskona og leikmaður Vålerenga, hefur valið draumaliðið sitt í Draumaliðsdeild 50 skills. Pepsi Max-deild kvenna hefst eftir átta daga svo það styttist óðfluga í upphafssparkið.

Smelltu hér til að taka þátt í Draumaliðsleik 50 Skills.

„Liðið mitt er ungt og efnilegt með nokkra reynslubolta inn á milli. Er með Cessu í markinu, hef gríðarlega mikla trú á henni og held að hún muni blómstra í sumar. Kristín Dís er í vörninni, einn besti hafsentinn í deildinni og ég veit að hún mun setja nokkur mörk í sumar. Síðan er ég auðvitað með gullfótinn í vinstri bak, Hallbera stendur undir nafni og verður með margar stoðsendingar í sumar. Katla er síðan með þeim í vörninni, hlakka til að sjá hana í nýju liði, mikilvægt að hafa eina af Suðurnesinu í liðinu," segir Ingibjörg en lið hennar heitir Drottningarnar.

„Á miðjunni hjá mér eru grjótharðar stelpur, það fara ekki margar framhjá þeim. Alex mun eiga enn eitt frábæra tímabilið hjá Blikunum og verður þeirra besti leikmaður í sumar, hún er mjög dugleg í markaskorun þannig auðvitað er hún í mínu liði. Sama má segja með Hlín, hún á eftir að stíga enn meira upp fyrir Vals liðið og verður þeim mjög mikilvæg. Síðan er það mest óþolandi leikmaðurinn til að mæta í deildinni, það er meira en að segja það að komast framhjá Karítas og mun hún blómstra enn meira með Dagný við hliðina á sér á miðjunni fyrir Selfoss. Heiða er mjög svipaður leikmaður og Karítas og verður hún mikilvæg fyrir Þór/Ka í sumar."

„Frammi er ég með Lindu sem er mjög efnileg og ég er mjög spennt að sjá hana í efstu deild, hún á eftir að reynast erfið fyrir önnur lið í deildinni og setur nokkur mikilvæg mörk fyrir Þróttarana. Katrín Ásbjörns kemur sterk inn í KR liðið sem verður gott í sumar og síðan er ég auðvitað með Berglindi frammi sem tekur gullskóinn eftir að hafa verið sjóðandi heit með ítalska stórveldinu og sjálfstraustið í botni,"
sagði Ingibjörg.

Sjá einnig:
Kristjana velur draumaliðið sitt
Sandra María velur draumaliðið sitt
Sif Atladóttir velur draumaliðið sitt
Glódís Perla velur draumaliðið sitt
Athugasemdir
banner
banner
banner