„Ég hef verið betri ég fékk högg þarna í lokin en annars líður mér ágætlega held ég fínt að koma þessu mörkum inn." Sagði Telma Hjaltalín eftir stórleik í kvöld þar sem hún skoraði fjögur mörk í 6-2 sigri á FH í Garðabænum
Lestu um leikinn: Stjarnan 6 - 2 FH
Telma hefur verið lengi fjarverandi vegna meiðsla en hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Stjörnunar í sumar.
„Ég hef verið tvö ár í burtu og þá ertu hungraður í að komast inn á völlin og ég er búin að vera skynsöm og dugleg í mínum æfingum og það er að skila sér núna."
Í fjórða markinu lenda Tatiana og Telma í samstuði og Telma þurfti að fara á velli eftir það. Eru meiðslin alvarleg?
„Ég er að drepast í hnénu og það er stokkbólgið það er erfitt að segja hvað er að en þetta er ekki sama tilfining og þessi tvö skipti sem krossbandi hefur farið svo vonandi er þetta bara högg."
En er Telma með rútínu fyrir leik?
„Ég er ekki mjög hjátrúarfull á svoleiðis en ég mæli með pasta í hádegismat." Sagði Telma að lokum en það er greinilegt að góður pastaréttur skilar þér árangri
Viðtalið í heild sinni má sjá hér í spilaranum að ofan
Athugasemdir