Man Utd gæti gert tilboð í Hjulmand - Tottenham ætlar að fá Eze - Fulham sýnir Höjlund áhuga
Nik notaði enskt máltæki - „Sagan er bara sagan"
Ætla ekki tómhent heim fjórða árið í röð - „Það er ansi erfitt"
FH aldrei verið í þessum sporum áður - „Vonandi verður Nik í stuði"
Donni skýtur á Útlendingastofnun: Fásinna og sorglegt að þetta strandi á ríkisstofnun
Óli Kristjáns: Með verri frammistöðum hjá Þróttaraliðinu í ár
Viktor Karl: Komum ferskir inn í seinni en það var eiginlega bara of seint
Dóri Árna: Við hefðum þurft að vera betri
Fyrirliðinn róar taugar stuðningsmanna - „Byrjunin frekar en toppurinn"
Alli Jói: Skilst að við hefðum átt að falla, enda í neðsta sæti og ekki vinna leik
Siggi Höskulds: Fannst við stúta þeim í 80 mínútur
Halli Hróðmars: Það var ákveðið andleysi
Haraldur Freyr: Sigurinn hefði getað endað stærri
Matti Guðmunds: Jordyn Rhodes komin í toppform og með sjálfstraust
Úlfa Dís: Prófa alltaf að skjóta þegar ég er með pláss
Jóhann Birnir: Þýðir ekkert fyrir okkur að horfa á töfluna
Venni: Við erum ekki það litlir að við þorum ekki að horfa á toppinn
Jordyn Rhodes: Fyrsta þrennan á ferlinum
Kom af bekknum og varð hetja Þróttara - „Erfitt fyrir Venna að velja"
Gunnar Heiðar: Við erum bara að fókusa á það sem við erum að gera
„Finnst í þessum undanförnum leikjum það vera auðveldara fyrir andstæðinginn að skora heldur en okkur"
   þri 04. júlí 2023 21:38
Sverrir Örn Einarsson
Jóhann Kristinn: Þetta er svakalega erfiður útivöllur
Kvenaboltinn
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Jóhann Kristinn Gunnarsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Kristinn Gunnarsson þjálfari Þór/KA var að vonum léttur í lund er hann mætti til viðtals við fréttaritara Fótbolta.net eftir 1-0 sigur norðankvenna á liði Keflavíkur í Keflavík fyrr í kvöld. Sigur sem fleytti liðinu í þriðja sæti deildarinnar og gerði aksturinn heim til Akureyrar eflaust skemmtilegri en ella.

Lestu um leikinn: Keflavík 0 -  1 Þór/KA

„Þetta voru risastór þrjú stig ef hægt er að segja svo. Þetta er svakalega erfiður útivöllur, öflugt lið sem hefur verið að ná í úrslit gegn sterkum liðum þannig að við erum ótrúlega ánægð og þessi hemferð verður mikið betri og mikið skemmtilegri.“+

Upplegg Þórs/KA var skynsamt í vindinum í Keflavík í kvöld þar sem liðið lá til baka og sótti hratt þegar færi gafst. Sá Jóhann veikleika í liði Keflavíkur með þessu uppleggi?

„Það er ekkert rosalega mikið af veikleikum í þessu liðið Keflavíkur. Þetta er þrælvel skipulagt lið og það er erfitt að brjóta þær á bak aftur en það voru svæði í þessum leik. Þær vilja sækja og við erum á útivelli sem við höfum þegar tapað á í bikarkeppninni fyrr í sumar. Þannig að já við ætluðum að vera svolítið þéttar fyrir og þá sérstaklega á móti vindinum.“

Sigurinn var kærkominn fyrir Jóhann og lið Þórs/KA en tvívegis í sumar hefur liðið þurft að lúta í gras gegn Keflavík.

„Við erum búin að tapa tvisvar sinnum fyrir þeim í sumar mjög verðskuldað. Þannig að við erum gríðarlega ánægð með að hafa komið til baka og náð í þrjú stig hérna á útivelli.“

Sagði Jóhann en allt viðtalið við hann má sjá í spilaranum hér að ofan.
Athugasemdir
banner