Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   mið 04. ágúst 2021 20:24
Brynjar Ingi Erluson
Heimir Hallgríms tekur ekki við Rostov
Yuri Semin er nýr þjálfari Rostov
Yuri Semin er nýr þjálfari Rostov
Mynd: Getty Images
Rússneska félagið Rostov tilkynnti í dag nýjan þjálfara en Yuri Semin tekur við starfinu af Valery Karpin.

Karpin hætti með Rostov á dögunum eftir að hann tók við rússneska landsliðinu og fór því Rostov í leit að nýjum þjálfara.

Eurostravka greindi frá því í gær að Heimir Hallgrímsson, fyrrum þjálfari Al Arabi og íslenska landsliðsins, kæmi vel til greina ásamt Miodrag Bozovic.

Sólarhring síðar tilkynnti Rostov að Yuri Semin myndi taka við liðinu en rússneski þjálfarinn stýrði Lokomotiv Moskvu frá 2016 til 2020.

Artashes Arutyunyants, forseti Rostov, segir að enginn annar hafi komið til greina í stöðuna.

„Það voru allir sammála um að ráða Yuri Semin og það kom enginn annar til greina í stöðuna. Við höfum þekkt Yuri lengi, enda einn besti þjálfarinn í Rússlandi. Viðræðurnar tóku ekki nema kannski fimm mínútur og vorum við fljótir að ná samkomulagi við hann," sagði Arutunyants við Sport-Express.
Athugasemdir
banner
banner