Breiðablik mun spila gegn Aberdeen á Laugardalsvelli á morgun. Leikurinn er fyrri leikur liðanna í 3. umferð forkeppni Sambandsdeildarinnar.
Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks, uppfyllir ekki kröfur UEFA þegar komið er þetta langt í Evrópukeppni. Kópavogsvöllur er category 2 völlur en Laugaralsvöllur er category 3 völlur.
Sjá einnig:
Blikar þurfa að spila á Laugardalsvelli - Óskar skýtur á Kópavogsbæ
Kópavogsvöllur, heimavöllur Breiðabliks, uppfyllir ekki kröfur UEFA þegar komið er þetta langt í Evrópukeppni. Kópavogsvöllur er category 2 völlur en Laugaralsvöllur er category 3 völlur.
Sjá einnig:
Blikar þurfa að spila á Laugardalsvelli - Óskar skýtur á Kópavogsbæ
KSÍ aðstoðar Breiðablik við framkvæmd leiksins og svaraði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, nokkrum spurningum fréttaritara varðandi framkvæmdina á morgun.
Er ekkert mál fyrir Breiðablik að fá afnot af Laugardalsvelli?
„Auðvitað gerum við allt sem við getum til að reyna aðstoða Breiðablik við framkvæmd þessa leiks. Þeir starfsmenn sem koma venjulega að framkvæmd leikja hérna á vellinum fara bara í þær stellingar að við framkvæmum þann hluta sem snýr að okkur eins og vel og við getum," sagði Klara.
„Það er kannski aðeins flækjustig að það eru tveir framkvæmdaraðilar að leiknum, annars vegar knattspyrnusambandið og hins vegar Breiðablik. Við leysum það saman, áttum góðan fund með Breiðablik í gær og munum funda aftur í dag. Við erum að fara yfir atriði eins og öryggisgæslu, miðasölu og þess háttar."
Greiðir Breiðablik einhverja leigu fyrir afnot af vellinum?
„Við erum ennþá að fara yfir þau mál, það er ýmislegt sem þarf að skoða. Við eigum erfitt með að verðleggja því við vitum t.d. ekki hver nákvæmlega miðasalan verður, sóttvarnarhólfin kalla á að við séum að leigja klósett og þess háttar. Við eigum eftir að fara betur yfir það."
„Það er alveg ljóst að Breiðablik mun að minnsta kosti borga allan tilfallandi kostnað; leiga á salernum, öryggisgæslu, þrifum og annarri þjónustu. KSÍ er ekki að taka þátt í þessu verkefni til þess að hagnast, það er alveg ljóst. Við viljum þjónusta Breiðablik eins vel og við getum og leikinn sem slíkan," sagði Klara.
Athugasemdir