mið 04. ágúst 2021 15:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Steven Lennon framlengir um tvö ár við FH (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
FH tilkynnti í dag að Steven Lennon væri búinn að framlengja samning sinn við félagið út tímabilið 2023.

Samningurinn sem var í gildi átti að renna út eftir tímabilið.

Lennon er 33 ára Skoti sem gekk í raðir FH árið' 2014 eftir veru hjá Sandnes Ulf. Áður hafði hann verið hjá Fram á Íslandi, kom fyrst hingað til lands árið 2011.

Lennon hefur skorað 121 mark í 224 leikjum í deild og bikar. Fimmtán mörk skoraði hann með Fram í 43 leikjum og í 181 leik hefur hann skorað 106 mörk fyrir FH.

Í sumar hefur hann skorað níu mörk í fjórtán leikjum.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner