Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 04. ágúst 2021 20:01
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Góður útisigur hjá Helsingborg
Böddi Löpp spilaði fyrir Helsingborg í dag
Böddi Löpp spilaði fyrir Helsingborg í dag
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Íslenski vinstri bakvörðurinn Böðvar Böðvarsson spilaði allan leikinn er Helsingborg vann Vasalunds 1-0 í sænsku B-deildinni í dag.

Rasmus Karjalainen skoraði eina mark Helsingborg í leiknum þegar tíu mínútur voru búnar af síðari hálfleik.

Helsingborg hefur gengið illa að tengja saman sigra í síðustu leikjum en er þó í ágætri stöðu í deildinni.

Liðið er í 5. sæti með 24 stig og er að blanda sér í baráttu um sæti í efstu deild.

Hann spilaði þrettánda leik sinn fyrir Helsingborg í deildinni í dag og hefur þá lagt upp eitt mark til þessa.
Athugasemdir
banner
banner
banner