Tottenham vill eftirsóttan Sterling - Burnley, Juventus og Napoli hafa einnig áhuga - Chelsea gæti keypt Bellingham frá Real Madrid -
Ingi Þór: Engir grínleikmenn að spila í minni stöðu hjá ÍA
„Fór í viðræður við fullt af klúbbum"
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Þriðji hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Annar hluti
Atvinnumaðurinn Logi Tómasson - Fyrsti hluti
Fékk Skagaelítuna á bakið - „Eflaust brotið einhver hjörtu hefði ég ekki komið“
Tekur við eftir að leikmenn neituðu að spila fyrir félagið
Lítur fyrst og fremst á sig sem Norðmann - „Mig langar bara að vinna"
Siggi Lár: Ætla ekki ræða einhver ákvæði í samningnum núna
Valdi Keflavík fram yfir ÍBV - „Þykir rosalega vænt um fólk í Eyjum“
Gummi Magg: Sá fyrir mér öðruvísi endi með uppeldisfélaginu
Fótbolta nördinn - Fótbolti.net vs Fylkir
„Myndi ekki vilja fara aftur upp á geðheilsuna“
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
   fim 04. ágúst 2022 23:32
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Íris Dögg um EM: Eitthvað sem maður upplifir ekki oft og ég naut mín í botn
Kvenaboltinn
Íris Dögg Gunnarsdóttir, með landsliðinu á EM í júlí
Íris Dögg Gunnarsdóttir, með landsliðinu á EM í júlí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. sótti þrjú stig í Mosfellsbæinn í kvöld þegar liðið sigraði Aftureldingu 2-0. Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar var sátt með sigurinn eftir leik.

„Þetta var upp og niður fannst mér, en mér fannst við alltaf vera með yfirhöndina," sagði Íris Dögg.

Það var lengi vel markalaust en Þróttur náði yfirhöndinni með marki á 74. mínútu. Íris sagði að það hafi verið gott að sjá boltann í netinu.

„Það var bara geggjað, það var náttúrulega best þegar annað markið kom, það skipti máli, þá var þetta bara búið."


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Þróttur R.

Íris Dögg var kölluð út í EM hópinn í sumar, þegar Telma Ívarsdóttir meiddist á æfingu íslenska landsliðsins.

„Það var bara geðveikt, maður bara beið eftir því," sagði Íris Dögg.

En var þetta óvænt?

„Já náttúrulega kannski að vera komin fimmti inn, þannig já auðvitað."

Írisi fannst geggjað að taka þátt í EM ævintýrinu með landsliðinu.

„Það var bara geggjað, þetta er eitthvað sem maður upplifir ekki oft og ég naut mín í botn."

Þegar Íris fór í Þrótt í fyrra sá hún ekki alveg fyrir sér að vera að fara á lokamót með landsliðinu.

„Nei alls ekki, ekki fyrr en ég fór að æfa með Jamie þá vissi ég að ég ætti alveg gott eftir, þannig hann kom mér í þetta," sagði Íris Dögg.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner