Bayern og Real vilja Dalot - Liverpool að vinna í Kerkez - Newcastle ætlar að reyna við Delap
Fór aðra leið en félagarnir - Tilbúinn í hörkuna á Skaganum
Þorri Mar: Það birtir alltaf til og núna skín Stjarnan
Steini: Sýndi að þær voru hræddar við að við myndum nálgast markið
Karólína eftir naumt tap: Þær voru orðnar drullu pirraðar
Ingibjörg: Héldum áfram að reyna og ég er stolt af því
„Henda sér niður við allt og væla yfir öllu“
Sölvi: Víkingstreyjan fer honum einstaklega vel
Kári: Hann vildi meina að nú væri kominn tími á að reyna þetta aftur
Gylfi um síðustu daga og skiptin umtöluðu - „Kári gefst greinilega ekki upp"
Cecilía: Frakkar hafa góða einstaklinga en ekki eins gott lið og Ísland
Hlín: Hellings pláss á móti þeim og okkar að nýta það
Steini: Þær fara mikið í 1 á 1 og reyna að plata
Emilía Kiær: Heimsklassa lið með heimsklassa leikmönnum
Katla Tryggva: Held ég sé með ágætis tök á dómurunum
Karólína Lea: Kom mér á óvart hvað hún er tæknilega góð
Glódís: Við erum ekki sáttar að fara héðan með eitt stig
Steini: Stundum vantaði aðeins meiri ró á boltanum
Dagný þakklát fyrir traustið: Eigum að geta gert aðeins betur
Sveindís Jane: Ég hefði átt að skjóta betur
Glódís: Hún er ein besta sexa í heimi
   fim 04. ágúst 2022 23:32
Alexandra Bía Sumarliðadóttir
Íris Dögg um EM: Eitthvað sem maður upplifir ekki oft og ég naut mín í botn
Íris Dögg Gunnarsdóttir, með landsliðinu á EM í júlí
Íris Dögg Gunnarsdóttir, með landsliðinu á EM í júlí
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Þróttur R. sótti þrjú stig í Mosfellsbæinn í kvöld þegar liðið sigraði Aftureldingu 2-0. Íris Dögg Gunnarsdóttir, markvörður Þróttar var sátt með sigurinn eftir leik.

„Þetta var upp og niður fannst mér, en mér fannst við alltaf vera með yfirhöndina," sagði Íris Dögg.

Það var lengi vel markalaust en Þróttur náði yfirhöndinni með marki á 74. mínútu. Íris sagði að það hafi verið gott að sjá boltann í netinu.

„Það var bara geggjað, það var náttúrulega best þegar annað markið kom, það skipti máli, þá var þetta bara búið."


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  2 Þróttur R.

Íris Dögg var kölluð út í EM hópinn í sumar, þegar Telma Ívarsdóttir meiddist á æfingu íslenska landsliðsins.

„Það var bara geðveikt, maður bara beið eftir því," sagði Íris Dögg.

En var þetta óvænt?

„Já náttúrulega kannski að vera komin fimmti inn, þannig já auðvitað."

Írisi fannst geggjað að taka þátt í EM ævintýrinu með landsliðinu.

„Það var bara geggjað, þetta er eitthvað sem maður upplifir ekki oft og ég naut mín í botn."

Þegar Íris fór í Þrótt í fyrra sá hún ekki alveg fyrir sér að vera að fara á lokamót með landsliðinu.

„Nei alls ekki, ekki fyrr en ég fór að æfa með Jamie þá vissi ég að ég ætti alveg gott eftir, þannig hann kom mér í þetta," sagði Íris Dögg.

Viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir
banner
banner
banner