Mikill áhugi á Kelleher - Chelsea vill fá Semenyo
Tími kominn til að taka skrefið - „Hitti hann á göngugötunni á Tenerife"
„Pældi bara í því sem var á borðinu og Víkingur var númer eitt"
Ánægður með Þungavigtarbikarinn: Öðruvísi að hafa æfingaleikina sem mót
Dóri Árna: Erum í leit að hafsent og senter
Óli Valur skoraði gegn gömlu félögunum: Virkilega gaman, toppmenn
Markus Nakkim: Besta ákvörðunin fyrir mig að koma til Íslands
Unnur skiptir um félag í fyrsta sinn - „Þurfti á þessu að halda"
„Einhver áhugi en Stjarnan var alltaf að fara að vera valin"
Óskar Hrafn um félagskiptamarkaðinn: Verðum ekki mjög aktívir
Gylfi hefur heyrt í Arnari: Samband okkar hefur ekkert breyst
Sölvi Snær á varnaræfingum KSÍ: Fer betri leikmaður útaf þessum æfingum
Jörundur Áki: Þeir hafa margt fram að færa sem krakkarnir geta lært af
Hugurinn leitaði heim eftir góð ár í Árbæ - „Var svolítið ákveðin"
Norðurálsmótið 40 ára í sumar
Kári Árna: Týndu synirnir eru komnir aftur heim
Viktor Bjarki aðstoðar Sölva: Verið draumur mjög lengi
Sölvi fengið góðan skóla og stígur nú í stóra skó - „Búinn að heilaþvo mann síðustu sex árin"
Endurnýjar kynnin við Arnar - „Vona að hann hafi lært eitthvað"
Arnar í draumastarfið: Ótrúlega ljúft en að sama skapi smá sorg
Eyþór með skýr markmið í nýju liði - „Þetta er bara mín vinna"
   fim 04. ágúst 2022 21:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Karl: Vorum hugrakkir og bara spiluðum okkar leik
Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks í kvöld
Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína. 

Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Istanbul Basaksehir

„Mér fannst við spila þennan leik mjög vel og gerðum það sem við ætluðum. Vorum hugrakkir og bara spiluðum okkar leik og mættum þeim." Sagði Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Um leið og við skorum þetta mark þá kom einhver tilfining, eitthvað power eða auka orka og mér fannst við nýta hana vel og sköpuðum okkur góðar stöður , fórum þarna í upphlaup 3v2 eða eitthvað svoleiðis en fórum kannski illa með það en heilt yfir þá bara gríðarlega góð frammistaða fannst mér."

Viktor Karl var ánægður með undirbúning liðsins fyrir leikinn.

„Heimavinnan var allavega góð. Það var búið að sýna okkur mikið af klippum og búnir að fara vel yfir þá þannig við vissum svo sem alveg hverju við vorum að mæta og svo þegar maður mætir í leikinn þá þarf maður bara að aðlagast og auðvitað eru þeir með hrikalega mikil gæði, þeir eru oft einni sekúndu fljótari að öllu en kannski en við erum vanir að spila á móti."

Nánar er rætt við Viktor Karl Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner