Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína.
Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.
Lestu um leikinn: Breiðablik 1 - 3 Istanbul Basaksehir
„Mér fannst við spila þennan leik mjög vel og gerðum það sem við ætluðum. Vorum hugrakkir og bara spiluðum okkar leik og mættum þeim." Sagði Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.
„Um leið og við skorum þetta mark þá kom einhver tilfining, eitthvað power eða auka orka og mér fannst við nýta hana vel og sköpuðum okkur góðar stöður , fórum þarna í upphlaup 3v2 eða eitthvað svoleiðis en fórum kannski illa með það en heilt yfir þá bara gríðarlega góð frammistaða fannst mér."
Viktor Karl var ánægður með undirbúning liðsins fyrir leikinn.
„Heimavinnan var allavega góð. Það var búið að sýna okkur mikið af klippum og búnir að fara vel yfir þá þannig við vissum svo sem alveg hverju við vorum að mæta og svo þegar maður mætir í leikinn þá þarf maður bara að aðlagast og auðvitað eru þeir með hrikalega mikil gæði, þeir eru oft einni sekúndu fljótari að öllu en kannski en við erum vanir að spila á móti."
Nánar er rætt við Viktor Karl Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |