Arsenal gerir tilboð í Gyökeres - Man Utd skipuleggur tilboð í Delap - Spurs býðst Sane
Fótbolti.net og Adam Páls halda einn á einn mót - Hálf milljón í verðlaun
Kjartan Kári lagði upp tvö: Allt að ganga hjá mér núna
Kjartan Henry: Oftast gengið vel gegn Breiðabliki
Dóri Árna: Algerlega tilgangslaust að fara grenja og vorkenna sjálfum sér
Halli Hróðmars: Þetta var rautt spjald
Siggi Höskulds: Galið að þessi leikur vinnist með einu marki
Ekki sáttur með byrjunina á tímabilinu - „Köstum þessu frá okkur“
Skoraði sitt fyrsta mark í Bestu - „Ekkert eðlilega gott"
Endurstilltu sig í hálfleik - „Ekki við hæfi barna“
Sölvi dásamar Stíg Diljan: Hann er með allan pakkann
Jón Þór ósáttur við dómarana - „Menn eru full litlir í sér"
Haddi: Ég hef fengið frábær svör
Magnús Már: Hallgrímur Mar drepur þetta
Hallgrímur Mar: Þetta er á réttri leið
Túfa: Aðalmarkmiðið var að halda markinu hreinu
Láki: Okkar slakasti leikur í sumar
Alli Jói: Hann gefur okkur ekki eðlilega mikið
Elfar Árni: Skemmtilegra að vinna á dramatískan hátt
Jóhannes Karl: Er orðinn svo þreyttur á þessari spurningu
Jóhann Kristinn: Eigum 'Hell week' framundan
   fim 04. ágúst 2022 21:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Karl: Vorum hugrakkir og bara spiluðum okkar leik
Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks í kvöld
Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína. 

Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Istanbul Basaksehir

„Mér fannst við spila þennan leik mjög vel og gerðum það sem við ætluðum. Vorum hugrakkir og bara spiluðum okkar leik og mættum þeim." Sagði Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Um leið og við skorum þetta mark þá kom einhver tilfining, eitthvað power eða auka orka og mér fannst við nýta hana vel og sköpuðum okkur góðar stöður , fórum þarna í upphlaup 3v2 eða eitthvað svoleiðis en fórum kannski illa með það en heilt yfir þá bara gríðarlega góð frammistaða fannst mér."

Viktor Karl var ánægður með undirbúning liðsins fyrir leikinn.

„Heimavinnan var allavega góð. Það var búið að sýna okkur mikið af klippum og búnir að fara vel yfir þá þannig við vissum svo sem alveg hverju við vorum að mæta og svo þegar maður mætir í leikinn þá þarf maður bara að aðlagast og auðvitað eru þeir með hrikalega mikil gæði, þeir eru oft einni sekúndu fljótari að öllu en kannski en við erum vanir að spila á móti."

Nánar er rætt við Viktor Karl Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner