29 ára þjálfari í efstu deild - „Frábært að koma inn í svona stórt félag"
Lítur á HK sem klárt skref upp á við - „Kitlar egóið að vera í þannig stöðu"
Sverrir spenntur fyrir framtíðinni: Við erum með mjög gott lið
Elías Rafn: Eigum ekki að fá á okkur svona einföld mörk
Hákon Arnar: Mun taka tíma að jafna sig á þessu
Guðlaugur Victor: Trúði ekki þessari vörslu
Brynjólfur: Áfram gakk og við förum á næsta stórmót
Jón Dagur um að HM draumurinn sé horfinn: Gríðarleg vonbrigði
Ísak Bergmann: Þetta er bara okkar Króatía
Hilmar Jökull: Verðum í bullandi minnihluta en það verður fjör
Toddi: Ef við byrjum eins og í Bakú þá eigum við góða möguleika
Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
   fim 04. ágúst 2022 21:53
Stefán Marteinn Ólafsson
Viktor Karl: Vorum hugrakkir og bara spiluðum okkar leik
Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks í kvöld
Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks í kvöld
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik tóku á móti Istanbul Basaksehir í kvöld þegar 3.umferð Sambandsdeildar Evrópu hóf göngu sína. 

Fyrri leikur liðana fór fram á Kópavogsvelli nú í kvöld þar sem Breiðablik þurftu að játa sig sigraða og bíður þeirra því afar krefjandi verkefni ytra eftir viku.


Lestu um leikinn: Breiðablik 1 -  3 Istanbul Basaksehir

„Mér fannst við spila þennan leik mjög vel og gerðum það sem við ætluðum. Vorum hugrakkir og bara spiluðum okkar leik og mættum þeim." Sagði Viktor Karl Einarsson markaskorari Breiðabliks eftir leikinn í kvöld.

„Um leið og við skorum þetta mark þá kom einhver tilfining, eitthvað power eða auka orka og mér fannst við nýta hana vel og sköpuðum okkur góðar stöður , fórum þarna í upphlaup 3v2 eða eitthvað svoleiðis en fórum kannski illa með það en heilt yfir þá bara gríðarlega góð frammistaða fannst mér."

Viktor Karl var ánægður með undirbúning liðsins fyrir leikinn.

„Heimavinnan var allavega góð. Það var búið að sýna okkur mikið af klippum og búnir að fara vel yfir þá þannig við vissum svo sem alveg hverju við vorum að mæta og svo þegar maður mætir í leikinn þá þarf maður bara að aðlagast og auðvitað eru þeir með hrikalega mikil gæði, þeir eru oft einni sekúndu fljótari að öllu en kannski en við erum vanir að spila á móti."

Nánar er rætt við Viktor Karl Einarsson í spilaranum hér fyrir ofan.


Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner