Conor Gallagher, leikmaður Chelsea, hefur verið harðlega orðaður við Atletico Madrid upp á síðkastið en liðin eru að komast að samkomulagi um kaupverðið á honum.
Ítalski íþróttafréttamaðurinn Fabrizio Romano greindi frá því á X-inu að Chelsea muni fá 40 milljónir evra fyrir miðjumanninn.
Bæði Chelsea og Atletico Madrid eru að vinna hörðum höndum að klára félagsskiptin en það á enn eftir að fínpússa nokkur smáatriði.
Félögin eru vongóð um að félagsskiptin muni gangi í gegn fljótlega.
Gallagher hefur spilað 95 leiki og skorað í þeim 10 mörk í öllum keppnum fyrir Chelsea. Hann var kominn með fyrirliðabandið á seinustu leiktíð í fjarveru Reece James sem var meira og minna meiddur í fyrra.
Englendingurinn hefur lengi verið á óskalista Diego Simeone, þjálfara Atletico Madrid.
?????????? Understand Atlético Madrid held positive talks with Conor Gallagher today!
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 3, 2024
Chelsea and Atlético are working to get his green light, all parties confident but there are still some details to clarify.
Chelsea would get €40m fee and they hope to get it done soon. ????????????????????????????? pic.twitter.com/aAdE2LmGw4