Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   sun 04. september 2022 18:05
Brynjar Ingi Erluson
Ten Hag hrifinn af hugarfari leikmanna - „Ég var ekki áhyggjufullur"
Erik ten Hag
Erik ten Hag
Mynd: Getty Images
Man Utd vann fjórða leik sinn í röð
Man Utd vann fjórða leik sinn í röð
Mynd: EPA
Erik ten Hag, stjóri Manchester United, var ánægður með framlag sinna manna í 3-1 sigrinum á Arsenal á Old Trafford í dag en þetta var fjórði sigurleikur liðsins í röð.

Arsenal náði að stjórna leiknum meirihluta leiksins en það var United sem nýtti færin.

Antony kom United yfir eftir rúman hálftíma. Fyrsta markið hans í fyrsta leiknum. Arsenal setti mikla pressu á United í þeim síðari og skilaði það sér með marki frá Bukayo Saka en United svaraði með tveimur mörkum frá Marcus Rashford.

Ten Hag var ánægður með sigurinn og frammistöðu leikmanna, en var aldrei áhyggjufullur yfir sóknarþunga Arsenal.

„Mér fannst fyrstu tíu mínúturnar þær bestu sem við höfum spilað á þessu tímabili. En eftir markið sem var tekið af þeim þá var þetta ekki gott. Við vorum samt með got lið í dag og það var góður andi í liðinu. Þeir börðust og skiluðu sér til baka. Arsenal skapaði sér færi en við skoruðum frábær mörk og vorum góðir í skyndisóknunum.

„Ég var ekki áhyggjufullur. Ég veit að vörnin okkar getur séð um þetta en þeir voru hugmyndaríkir. Við hefðum getað gert hlutina betur en að sama skapi höfum við ekki verið jafn lengi saman og Arsenal-liðið. Þegar það er komið þá munum við stjórna leikjunum betur og það er bara mikil vinna sem fer í það og því mikið svigrúm fyrir bætingar."

„Við vorum með gott plan en náðum ekki alveg að koma því öllu til skila á vellinum. Við náðum ekki að stjórna þessu þegar við áttum að gera það. Við hikstum aðeins en náum að komast til baka og það er gott að sjá það. Ég er hrifinn af þessu hugarfari."

„Arsenal spilaði vel en við vörðumst vel. Ég fékk aldrei tilfinningu fyrir því að þeir myndu brjóta okkur niður. Það var mikil hreyfing og sköpun í þeirra liði en við vörðumst með alla okkar leikmenn. Við getum pressað betur, verið skipulagðari, stjórnað leiknum betur og verið betri í að halda bolta með ró á boltanum og þá munum við stýra leiknum jafnvel enn betur. Við höfum ekki verið lengi saman þannig við munum vinna í þessu,"
sagði Ten Hag.
Athugasemdir
banner
banner