Eze, Rabiot, Dyche, Howe og miðjumannsleit Liverpool í slúðurpakka dagsins
banner
   mið 04. september 2024 19:00
Brynjar Ingi Erluson
Mats Hummels til Roma (Staðfest)
Mats Hummels er mættur til Roma
Mats Hummels er mættur til Roma
Mynd: Roma
Ítalska félagið Roma hefur staðfest komu þýska varnarmannsins Mats Hummels en hann gerði eins árs samning við félagið.

Hummels kemur til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa yfirgefið Borussia Dortmund í sumar.

Miðvörðurinn er 35 ára gamall og er með bestu varnarmönnum heims síðasta áratuginn.

Á síðasta tímabili minnti hann áhugamenn um fótbolta um að gæði eru varanleg. Hann var einn af bestu mönnum Dortmund er liðið komst í úrslitaleik Meistaradeildar Evrópu og var valinn í lið ársins í keppninni.

Samningur Þjóðverjans hjá Dortmund rann út eftir síðasta tímabil og ákvað hann í fyrsta sinn á ferli sínum að yfirgefa Þýskaland og skoða tilboð frá öðrum löndum.

Hann hefur nú samið við AS Roma á Ítalíu og er samningurinn út tímabilið, en þetta staðfesti félagið á samfélagsmiðlum í kvöld.

Hummels var hluti af þýska landsliðinu sem vann HM árið 2014 og þá vann hann tólf titla með Bayern og Dortmund ásamt því að vinna EM með U21 árs landsliðinu árið 2009.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner