William Saliba, Cristian Romero, Lamine Yamal og fleiri koma við sögu í pakkanum
banner
   mið 04. september 2024 11:00
Elvar Geir Magnússon
Mexíkói orðaður við Liverpool og Kólumbíumaður við Man Utd
Powerade
César Huerta.
César Huerta.
Mynd: Getty Images
 Juan Cabal.
Juan Cabal.
Mynd: Getty Images
Það eru óvæntir og skemmtilegir molar í slúðurpakkanum þennan miðvikudaginn. Leikmenn eru orðaðir við Manchester United og Liverpool.

Liverpool ætlar að hefja viðræður við Mohamed Salah (32) um nýjan samning í kjölfar þess að egypski framherjinn sagði eftir sigurinn gegn Manchester United að þetta væri sitt síðasta tímabil hjá félaginu. (Football Insider)

Gustavo Lema, stjóri Pumas UNAM í Mexíkó, segir að Liverpool hafi reynt að fá mexíkóska kantmanninn Cesar Huerta (23). Hann á tíu landsleiki fyrir Mexíkó. (TUDN)

Manchester United fylgist grannt með kólumbíska vinstri bakverðinum Juan Cabal (23) hjá Juventus. (Tutto Juve)

Real Betis gerði tilboð í Christian Eriksen (32), danskan miðjumann Manchester United, á gluggadeginum. (Fabrizio Romano)

Chelsea er opið fyrir því að senda enska vinstri bakvörðinn Ben Chilwell (27) á láni til Tyrklands en á þó enn eftir að fá formleg tilboð. (Telegraph)

AEK Aþena er áfram í viðræðum við Chelsea um David Datro Fofana (21), framherja frá Fílabeinsströndinni. (Mail)

Tottenham hefur samið um kauprétt á bandaríska miðjumanninum Johnny Cardoso (22) á 21 milljón punda frá Real Betis. (Telegraph)

West Ham er að íhuga að fá Mats Hummels (35), fyrrum landsliðsvarnarmann Þýskalands, sem er félagslaus eftir að hafa yfirgefið Borussia Dortmund. (Times)

Galatasaray á í viðræðum við Manchester United um eins árs lánssamning fyrir brasilíska miðjumanninn Casemiro (32). (Ali Naci Kucuk)

Fyrrum miðjumaður Liverpool, Naby Keita (29), á í viðræðum við Istanbul Basaksehir um hugsanlegan flutning frá Werder Bremen eftir að ekki náðist samkomulagi um að fara til Sunderland. (Guardian)

Anthony Martial (28) fyrrum kantmaður Manchester United hefur boðist samningur frá AEK Aþenu sem myndi gera hann að tekjuhæsta leikmanni félagsins. Frakkinn varð frjáls ferða sinna þegar samningur hans við United rann út í júní. (Sport24)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner