Arsenal líklegt til að fá Eze - Arsenal hefur enn ekki náð samkomulagi um Gyökeres - Napoli vill Nunez
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mið 04. október 2017 08:21
Magnús Már Einarsson
Antalya í Tyrklandi
Birkir Már um endurkomu í Val: Gæti alveg eins gerst núna
Icelandair
Birkir Már Sævarsson.
Birkir Már Sævarsson.
Mynd: Fótbolti.net - J.L.
„Ég veit lítið núna. Við erum að leita og reyna að finna eitthvað eftir áramót," sagði landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson við Fótbolta.net í dag aðspurður út í næsta skref á ferlinum.

Hinn 32 ára gamli Birkir er á förum frá Hammarby eftir tímabilið í Svíþjóð. Undanfarnar vikur hafa alltaf komið háværari og háværari sögur þess efni að hann sé á leið aftur í uppeldisfélagið Val.

„Ég hef alltaf viljað koma aftur heim í Val og það gæti alveg eins gerst núna. Fyrst og fremst er ég að leita að einhverju úti en síðan tala ég við Val og sé hvað þeir hafa að segja ef ekkert gengur úti."

„Fjölskyldan er að fara heim núna og tilboðið að utan verður að vera þess virði að vera frá fjölskyldunni."


Valur fagnaði Íslandsmeistaratitli í sumar og Birkir hafði gaman að því að horfa á sitt félag í sumar.

„Ég horfði á flest alla leiki í sjónvarpinu og það var mjög gaman að horfa á þá. Þetta var langbesta liðið og það er gleði í Valshjartanu."

„Það er alltaf góður tímapunktur að koma í Val en það er allt á mikilli uppleið og það væri mjög gaman að spila fyrir Val núna."


Birkir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í stórleiknum gegn Tyrklandi á föstudag.

„Þetta eru leikir sem allir fótboltamenn vilja spila. Kolbilaðir áhorfendur og fullur völlur. Þetta er bara skemmtilegt," sagði Birkir. „Við höfum mætt Tyrkjum oft og farið vel yfir þá á fundum. Ég held að við séum nokkuð vel undirbúnir."

Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir
banner