
„Ég veit lítið núna. Við erum að leita og reyna að finna eitthvað eftir áramót," sagði landsliðsmaðurinn Birkir Már Sævarsson við Fótbolta.net í dag aðspurður út í næsta skref á ferlinum.
Hinn 32 ára gamli Birkir er á förum frá Hammarby eftir tímabilið í Svíþjóð. Undanfarnar vikur hafa alltaf komið háværari og háværari sögur þess efni að hann sé á leið aftur í uppeldisfélagið Val.
Hinn 32 ára gamli Birkir er á förum frá Hammarby eftir tímabilið í Svíþjóð. Undanfarnar vikur hafa alltaf komið háværari og háværari sögur þess efni að hann sé á leið aftur í uppeldisfélagið Val.
„Ég hef alltaf viljað koma aftur heim í Val og það gæti alveg eins gerst núna. Fyrst og fremst er ég að leita að einhverju úti en síðan tala ég við Val og sé hvað þeir hafa að segja ef ekkert gengur úti."
„Fjölskyldan er að fara heim núna og tilboðið að utan verður að vera þess virði að vera frá fjölskyldunni."
Valur fagnaði Íslandsmeistaratitli í sumar og Birkir hafði gaman að því að horfa á sitt félag í sumar.
„Ég horfði á flest alla leiki í sjónvarpinu og það var mjög gaman að horfa á þá. Þetta var langbesta liðið og það er gleði í Valshjartanu."
„Það er alltaf góður tímapunktur að koma í Val en það er allt á mikilli uppleið og það væri mjög gaman að spila fyrir Val núna."
Birkir verður í eldlínunni með íslenska landsliðinu í stórleiknum gegn Tyrklandi á föstudag.
„Þetta eru leikir sem allir fótboltamenn vilja spila. Kolbilaðir áhorfendur og fullur völlur. Þetta er bara skemmtilegt," sagði Birkir. „Við höfum mætt Tyrkjum oft og farið vel yfir þá á fundum. Ég held að við séum nokkuð vel undirbúnir."
Hér að ofan má sjá viðtalið í heild sinni.
Athugasemdir