Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 04. október 2020 20:46
Ívan Guðjón Baldursson
Carragher: Liverpool þarf betri varamarkvörð
Mynd: Getty Images
Liverpool steinlá gegn Aston Villa og tapaði 7-2 á útivelli. Adrian átti skelfilegan leik á milli stanganna en hann var ekki einn um að eiga slæman dag.

Jamie Carragher ræddi leikinn á Sky Sports og sagði hann sýna fram á að Liverpool vanti betri varamarkvörð. Adrian spilaði í fjarveru Alisson sem meiddist á æfingu.

„Alisson er að lenda mikið í meiðslum og Adrian er ekki nægilega góður varamarkvörður," sagði hann í beinni útsendingu.

„Hann sýndi það aftur í dag, hann er virkilega lélegur með vinstri og þetta var alltof auðvelt fyrir Aston Villa.

„Það er augljóst að Liverpool þarf betri varamarkvörð. Það gengur ekki að vera hræddur í hvert sinn sem varamarkvörðurinn spilar leik."

Athugasemdir
banner
banner