„Það er gott að hafa þá í kringum hópinn og það hjálpar yngri leikmönnum," segir Age Hareide landsliðsþjálfari Íslands um Gylfa Þór Sigurðsson og Aron Einar Gunnarsson.
Hareide opinberaði í morgun hóp sinn fyrir komandi landsleiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein og eru Gylfi og Aron í hópnum. Gylfi lék síðast fyrir Ísland í nóvember 2020.
Hareide opinberaði í morgun hóp sinn fyrir komandi landsleiki gegn Lúxemborg og Liechtenstein og eru Gylfi og Aron í hópnum. Gylfi lék síðast fyrir Ísland í nóvember 2020.
Gylfi hefur aðeins spilað um 20 mínútur síðan hann samdi við Lyngby en hefur misst af síðustu tveimur leikjum vegna bakvandamála. Aron Einar var ekki í síðasta hóp vegna meiðsla og er ekki byrjaður að spila fyrir félagslið sitt, Al-Arabi í Katar.
Hareide segir að staðan á þeim verði skoðuð þegar þeir koma til móts við hópinn en óvíst sé með spiltíma þeirra, hann telji ólíklegt að þeir byrji gegn Lúxemborg en gætu spilað í seinni leiknum gegn Liechtenstein.
04.10.2023 10:38
Landsliðshópurinn: Gylfi valinn (Staðfest) - Aron í hópnum
Lyftistöng fyrir aðra að Gylfi sé þarna
„Gylfi er líklega einn besti fótboltamaður í sögu Íslands. Ég tel mikilvægt að hafa hann með okkur. Ég vil líka sýna honum inn í okkar áætlanir og hugmyndir, hvernig við viljum spila. Þó hann muni kannski ekki byrja báða leikina þá tel ég að það verði lyftistöng fyrir aðra í hópnum að hann sé þarna," segir Hareide.
„Þeir vildu virkilega koma og hjálpa landsliðinu, það skiptir þá miklu máli. Það er mikilvægt að hafa karaktera eins og þá inni í hópnum. Ég vil að yngri leikmenn læri af þeim, hvernig eigi að vera landsliðsmenn í hæsta klassa."
Hareide segir að Gylfi hafi sagt sér í sumar hversu mikið hann þráði að snúa aftur í landsliðið og hve mikið hann hefði hugsað um það síðustu ár.
Ísland leikur tvo leiki í undankeppni EM á Laugardalsvelli seinna í þessum mánuði, gegn Lúxemborg föstudagskvöldið 13. október og gegn Liechtenstein mánudagskvöldið 16. október. Ísland þarf að vinna þessa báða leiki til að halda í einhverja von um að komast á EM í gegnum riðilinn.
22.09.2023 22:04
Gylfi Þór vill bæta markamet íslenska landsliðsins
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir