Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   fös 04. október 2024 14:06
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ætti að vera efstur á lista í leit að arftaka Van Dijk
Marc Guehi.
Marc Guehi.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mark Doyle, blaðamaður Goal, telur að Liverpool eigi að setja Marc Guehi, miðvörð Crystal Palace, efstan á óskalista sinn þegar félagið leitar að arftaka Virgil van Dijk í hjarta varnarinnar.

Van Dijk er orðinn 33 ára gamall og rennur út á samningi núna næsta sumar.

„Það þýðir að verðugur arftaki verður að finnast fyrr en síðar. Guehi ætti að vera efstur á listanum þeirra," skrifar Doyle.

Guehi hefur blómstrað í stórkostlegan miðvörð hjá Crystal Palace og var hann mikilvægur hluti af enska landsliðinu á Evrópumótinu síðasta sumar.

Newcastle reyndi að kaupa hann áður en síðasti sumargluggi lokaði en það gekk ekki eftir. Palace vildi súperstjörnupening og fékk hann ekki.

Guehi verður þó líklega ekki mikið lengur hjá Palace, hann fer eflaust í eitthvað stærra og meira á næstunni.
Athugasemdir
banner
banner