Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
banner
   fös 04. október 2024 12:38
Elvar Geir Magnússon
Landsliðið mun æfa á hybrid grasinu í Kaplakrika
Icelandair
Ísland æfir á grasinu hans Jóns Rúnars.
Ísland æfir á grasinu hans Jóns Rúnars.
Mynd: Fótbolti.net - Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í dag var gefin út fjölmiðladagskrá íslenska landsliðsins fyrir komandi landsleiki og samkvæmt áætlun mun landsliðið ekki bara æfa á Laugardalsvelli í aðdraganda komandi leikja heldur einnig á æfingavelli FH sem er með hybrid grasi, sá fyrsti sinnar tegundar hér á Íslandi.

Íslenski hópurinn kemur saman á mánudag og mun allavega æfa í Kaplakrikanum á þriðjudag og mögulega miðvikudag einnig.

Hybrid gras er náttúrulegt gras sem er styrkt með gervigrasi.

„Við höfum verið að fylgjast með þessari þróun ansi lengi og þetta hefur verið okkar markmið í langan tíma. Núna kom tækifærið, við gripum það og hér erum við. Þetta teljum við betra," sagði Jón Rúnar Halldórsson FH-ingur þegar hann sýndi fjölmiðlamönnum grasið á síðasta ári.

Á fréttamannafundi fyrir rúmum mánuði var greint frá því að setja eigi hybrid gras á Laugrdalsvöll en vinna við það á að hefjast á næstu mánuðum.

Ísland mætir Wales föstudaginn 11. október og Tyrklandi mánudaginn 14. október. Báðir leikirnir hefjast kl. 18:45 og fara fram á Laugardalsvelli, en þeir eru liður í Þjóðadeild UEFA.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner