Chelsea og Liverpool berjast um Upamecano - Real Madrid vill kaupa Yildiz - Hjulmand til Man Utd?
banner
   lau 04. október 2025 19:13
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Langþráðir sigrar í Girona og Bilbao
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þremur fyrstu leikjum dagsins er lokið í efstu deild spænska boltans, þar sem Girona vann sinn fyrsta leik á deildartímabilinu.

Girona tók á móti Valencia og þurfti á sigri að halda eftir hörmulega byrjun á tímabilinu. Gestirnir frá Valencia leiddu í leikhlé en Girona snéri stöðunni við í síðari hálfleik þrátt fyrir að vera talsvert lakara liðið á vellinum.

Arnau Martínez skoraði sigurmarkið fyrir Girona og þurfti liðið svo að klára leikinn einum leikmanni færri eftir að Iván Martín lét reka sig í sturtu. Það kom þó ekki að sök þar sem lokatölur urðu 2-1 og er Girona með 6 stig eftir 8 umferðir. Valencia er með 8 stig.

Girona vann leikinn þrátt fyrir mikla yfirburði Valencia.

Real Oviedo tapaði þá nýliðaslagnum á heimavelli gegn Levante þar sem var mikið um færi en lokatölur urðu 0-2. Levante verðskuldaði sigurinn en heimamenn í Oviedo voru óheppnir að skora ekki í leiknum.

Oviedo er með 6 stig eftir 8 umferðir eins og Girona, tveimur stigum á eftir Levante sem er við hlið Valencia á stöðutöflunni með 8 stig.

Að lokum hafði Athletic Bilbao betur gegn Mallorca þar sem eldri Williams bróðirinn tók forystuna snemma leiks með marki af vítapunktinum.

Athletic var sterkara liðið í fyrri hálfleik en tókst ekki að tvöfalda forystuna. Síðari hálfleikurinn var mjög jafn þar sem liðin gáfu ekki mikið af færum á sér en gestirnir frá Mallorca náðu að gera jöfnunarmark á 77. mínútu.

Alejandro Rego svaraði fyrir heimamenn fimm mínútum síðar og reyndist það sigurmark leiksins. Lokatölur 2-1.

Þetta er kærkominn sigur fyrir Athletic sem var án sigurs í síðustu fjórum deildarleikjum fyrir þennan. Liðið er núna með 13 stig á meðan Mallorca vermir botnsætið með 5 stig.

Stórveldi Real Madrid er þessa stundina að spila lokaleik dagsins gegn Villarreal.

Girona 2 - 1 Valencia
1-0 Vladyslav Vanat ('18 )
1-1 Diego Lopez Noguerol ('57 )
2-1 Arnau Martinez ('63 )
Rautt spjald: Ivan Martin, Girona ('80)

Real Oviedo 0 - 2 Levante
0-1 Carlos Alvarez ('30 )
0-2 Karl Etta Eyong ('72 )

Athletic Bilbao 2 - 1 Mallorca
1-0 Inaki Williams ('9 , víti)
1-1 Samu ('77 )
2-1 Alejandro Rego Mora ('82 )
Rautt spjald: Antonio Sanchez, Mallorca ('90)

Real Madrid 19:00 Villarreal

Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 9 8 0 1 20 9 +11 24
2 Barcelona 9 7 1 1 24 10 +14 22
3 Villarreal 10 6 2 2 18 10 +8 20
4 Espanyol 10 5 3 2 14 11 +3 18
5 Atletico Madrid 9 4 4 1 16 10 +6 16
6 Betis 9 4 4 1 15 10 +5 16
7 Elche 10 3 5 2 11 10 +1 14
8 Athletic 10 4 2 4 9 10 -1 14
9 Getafe 10 4 2 4 10 12 -2 14
10 Sevilla 10 4 1 5 17 16 +1 13
11 Alaves 9 3 3 3 9 8 +1 12
12 Vallecano 9 3 2 4 11 10 +1 11
13 Osasuna 9 3 1 5 7 9 -2 10
14 Real Sociedad 10 2 3 5 10 14 -4 9
15 Valencia 10 2 3 5 10 16 -6 9
16 Levante 9 2 2 5 13 17 -4 8
17 Mallorca 9 2 2 5 10 14 -4 8
18 Celta 9 0 7 2 8 11 -3 7
19 Girona 10 1 4 5 9 22 -13 7
20 Oviedo 10 2 1 7 7 19 -12 7
Athugasemdir
banner
banner