Arsenal ræðir við Palace um Eze - Mateta hitti Liverpool - McAtee skoðar aðstæður í Frankfurt
   mið 04. nóvember 2020 11:00
Magnús Már Einarsson
Rodgers: Af því að ég er breskur stjóri þá er ég heppinn
Brendan Rodgers, stjóri Leicester, skaut létt á sérfræðinga eftir 4-1 útisigurinn á Leeds í fyrrakvöld.

Leicester er í 2. sæti í ensku úrvalsdeildinni eftir góða byrjun á tímabilinu.

Rodgers hefur meðal annars skákað kollegum sínum Pep Guradiola (Manchester City), Mikel Arteta (Arsenal) og Marcelo Bielsa (Leeds) undanfarnar vikur.

„Af því að ég er breskur stjóri þá var ég heppinn, þannig virkar það í svona leikjum," sagði Rodgers í kaldhæðni eftir leikinn á mánudag.

„Leikmennirnir voru stórkostlegir og uppskáru laun erfiðisins."
Athugasemdir
banner
banner