banner
   mið 04. nóvember 2020 10:30
Magnús Már Einarsson
Solskjær: Höfum séð margt jákvætt hjá Pogba
Paul Pogba
Paul Pogba
Mynd: Getty Images
Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United, segist hafa séð marga jákvæða hluti hjá miðjumanninum Paul Pogba á þessu tímabili.

Pogba fékk á sig vítaspyrnu í 1-0 tapinu gegn Arsenal og hann hefur legið undir gagnrýni að undanförnu. Pogba var mikið meiddur á síðasta tímabili og í ágúst fékk hann kórónuveiruna.

Óvíst er hvort Pogba byrji gegn Istanbul Basaksehir í Meistaradeildinni í dag en Solskjær hefur komið honum til varnar.

„Allir leikmenn eru pirraðir út í sjálfa sig og svekktir eftir töp. Við þurfum stöðugleika frá öllum leikmönnum okkar," sagði Solskjær.

„Paul hefur gengið í gegnum erfiðan kafla út af meiðslum á síðasta tímabili og síðan út af Covid. Hann er að vinna í að komast í sitt besta form. Við höfum séð margt jákvætt hjá honum og vonandi heldur það áfram. Leikir eru spilaðir á hárri ákefð og því betra formi sem þú ert í því betri ertu."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner