Cristiano Ronaldo, Mohamed Salah, William Saliba, Ten Hag, Lisandro Martinez, Victor Osimhen og fleiri koma við sögu í slúðurpakka dagsins.
   mán 04. nóvember 2024 16:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Son mun ná áratug hjá Tottenham
Son Heung-min.
Son Heung-min.
Mynd: EPA
Tottenham ætlar að nýta sér ákvæði í samningi fyrirliða sín, Son Heung-min.

Í samningnum er ákvæði sem gerir Tottenham kleift að framlengja samning Son um eitt ár.

Núgildandi samningur Son rennur út eftir yfirstandandi tímabil.

En það að Tottenham ætli að nýta sér ákvæðið þýðir það að leikmaðurinn verður hjá félaginu í áratug. Son gekk í raðir Spurs frá Bayer Leverkusen fyrir 22 milljónir punda sumarið 2015.

Á tímabilinu sem er núna í gangi hefur Son, sem er 32 ára, gert þrjú mörk í níu keppnisleikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner