Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 04. desember 2020 13:01
Elvar Geir Magnússon
„Ef Kolbeinn kemur heim þá krefst ég þess að hann verði hjá okkur"
Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Við erum að leita að framherja en okkur liggur ekkert á. Það liggur ekkert mikið á að negla þennan framherja, ég er hrikalega ánægður með hópinn eins og hann er í dag. Við munum leita að topp-sóknarmanni," sagði Arnar Gunnlaugsson, þjálfari Víkings, í samtali við Fótbolta.net í dag.

Hann var þá spurður út í það að landsliðsmaðurinn Kolbeinn Sigþórsson væri að losna frá AIK í Svíþjóð. Stuðningsmenn Víkings hafa kallað eftir því á samfélagsmiðlum að Kolbeinn snúi aftur í uppeldisfélagið.

Er mögulegt að Kolbeinn gangi í raðir Víkinga?

„Ef Kolbeinn kemur heim til Íslands þá krefst ég þess að hann verði hjá okkur. Það yrði mikil lyftistöng. Þetta hefur verið hrikalega erfitt hjá honum undanfarin ár og mín ósk er sú að hvar sem hann endar þá muni hann finna gleðina aftur og getað spilað á fullu," sagði Arnar.

„Kolbeinn hefur klárlega margt fram að bjóða, bæði hvað varðar hann leik og landsliðið. Hann er enn ungur maður. Ef hann kemur heim þá fer bara af stað söfnun í Fossvoginum til að landa þeim stóra fiski. Við sjáum til. Maður getur kannski fengið sér kaffi með honum í desember og heyrt hvað hann hefur í huga."

Kolbeinn, sem er þrítugur, er ásamt Eiði Smára Guðjohnsen markahæsti leikmaður Íslands frá upphafi með 26 mörk með landsliðinu. Hann hefur verið í miklu basli með meiðsli á ferlinum og sænska félagið AIK tilkynnti það á dögunum að samningi hans yrði rift eftir tímabilið.
Arnar Gunnlaugs: Sölvi fær þann tíma sem hann þarf
Athugasemdir
banner
banner
banner