Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 04. desember 2021 08:00
Victor Pálsson
Gerrard og Benítez berjast um leikmann Rangers
Nathan Patterson.
Nathan Patterson.
Mynd: EPA
Rafael Benítez og Steven Gerrard, fyrrum samstarfsmenn hjá Liverpool, munu berjast um leikmanninn Nathan Patterson á næsta ári.

Frá þessu greina enskir miðlar en búist er við að Gerrard hafi betur í baráttunni um Patterson sem er á mála hjá Rangers. Gerrard er fyrrum stjóri Rangers og gaf Patterson sinn fyrsta leik fyrir aðallið félagsins.

Everton, sem er undir stjórn Benítez, hefur boðið tvívegis í þennan öfluga varnarmann en átta milljóna punda tilboði liðsins var hafnað af skoska félaginu í sumar.

Bæði liðin munu líklega reyna við Patterson aftur í janúarglugganum og er líklegt að hann velji Gerrard sem var nýlega ráðinn stjóri Aston Villa.

Það er ljóst að Rangers mun ekki hleypa leikmanninum ódýrt og er talað um að það þurfi allt að 15 milljónir punda til að tryggja hans þjónustu.

Benítez og Gerrard þekkjast vel en sá síðarnefndi var leikmaður Liverpool er Benítez vann Meistaradeildina með liðinu árið 2005.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner