Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
banner
   lau 04. desember 2021 14:50
Aksentije Milisic
Myndband: Ótrúlegt sigurmark Masuaku gegn Chelsea
Leikmenn West Ham fagna sigurmarkinu.
Leikmenn West Ham fagna sigurmarkinu.
Mynd: EPA
Það var fjörugur leikur í enska boltanum í hádeginu í dag þegar West Ham og Chelsea áttust við.

Gestirnir sem sitja á toppi deildarinnar komust í forystu í tvígang en lærisveinar David Moyes neituðu að gefast upp. Ekki nóg með að liðið jafnaði í tvígang heldur þá náði það að skora þriðja markið undir lokinn.

Markið var ótrúlegt. Arthur Masuaku fékk þá boltann á kantinum og tók sinn tíma með hann áður en hann virtist ætla reyna að senda boltann fyrir. Fyrirgjöfin varð hins vegar að skoti og var Edouard Mendy of seinn að bregðast við og varði boltann í netið.

Spurning er hvort boltinn hafi átt smá viðkomu í Ruben Loftus-Cheek í skotinu en West Ham mönnum gæti ekki verið meira saman. Frábær sigur hjá liðinu á heimavelli í dag gegn toppliðinu.

Þetta ótrúlega mark má sjá hérna.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner