
Frakkland mætir til leiks í 16-liða úrslitum á HM þegar liðið mætir Póllandi kl. 15 í dag.
Kylian Mbappe leikmaður PSG er án efa einn mest spennandi leikmaður heims í dag en hann skoraði þrjú mörk í riðlakeppninni.
Antoine Griezmann segir að Mbappe sé að blómstra innan sem utan vallar.
„Mbappe er ekki sami leikmaðurinn og manneskja og hann var á HM 2018. Hann er miklu stærri hluti af hópnum núna. Hann talar mikið og nýtur sín. Hann veit að fjölmiðlar, stuðningsmenn og jafnvel samherjar sínir fylgjast með öllu sem hann gerir en hann lætur það ekki trufla sig," sagði Griezmann.
Athugasemdir