
Nökkvi Þeyr Þórisson leikmaður Beerschot í næst efstu deild í Belgíu er sjóðandi heitur fyrir framan mark andstæðingana þessa dagana en hann skoraði sitt fjórða mark í síðustu sex leikjum í dag.
Beerschot er á toppi deildarinnar en liðið heimsótti Dender sem situr í 9. sæti.
Beerschot var 2-0 yfir í hálfleik en Nökkvi skoraði þriðja markið þegar rúmur hálftími var til leiksloka. Samherji hans átti skot á markið sem markvörður Dender varði út í teiginn. Nökkvi var vel staðsettur og skoraði í opið markið.
Dender skoraði tvö mörk á tveggja mínútna kafla en nær komust þeir ekki og 3-2 sigur Beerschot staðreynd.
Athugasemdir