
Piers Morgan hefur verið duglegur að styðja Cristiano Ronaldo að undanförnu eftir að Ronaldo fór í viðtalið fræga til Morgan.
Piers Morgan er allt annað en sáttur við sjónvarpsstöðina BBC en honum fannst umfjöllunin eftir leik Argentínu og Ástralíu í gær snúast alltof mikið um Lionel Messi sem var að spila sinn þúsundasta leik á ferlinum.
„Eigum við að sýna Messi smá ást? Hér eru nokkrar mínútur af dýrð og ánægju sem hann gefur manni á fótboltavellinum, njótið," sagði Gary Lineker þáttarstjórnandi á BBC.
„Messi sýndi bestu frammistöðuna sem við höfum séð á HM hingað til, langbestu," sagði Rio Ferdinand.
Þetta fór allt saman öfugt ofan í Morgan sem tjáði sig um málið á Twitter.
„Sérfræðingateymi BBC haga sér eins og smástelpur þegar þeir ræða um Lionel Messi. Ég hef áhyggjur af því að þeir lendi í „slysi" í stúdíóinu. Verið rólegir strákar, hann átti góðan leik gegn meðalliði. Sjáum til hvernig hann stendur sig gegn góðu liði," skrifaði Morgan.
Lineker svaraði honum á Twitter og sagði; „Gott að sjá þig koma stuttlega úr þörmum Ronaldo til að segja þína skoðun."
Good to see you emerge briefly from deep inside the bowels of Ronaldo to express your opinion. 😂😂 https://t.co/wDCw4Gp2fd