Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   sun 04. desember 2022 11:18
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Piers Morgan: Höguðu sér eins og smástelpur í umfjölluninni um Messi
Mynd: Getty Images

Piers Morgan hefur verið duglegur að styðja Cristiano Ronaldo að undanförnu eftir að Ronaldo fór í viðtalið fræga til Morgan.


Piers Morgan er allt annað en sáttur við sjónvarpsstöðina BBC en honum fannst umfjöllunin eftir leik Argentínu og Ástralíu í gær snúast alltof mikið um Lionel Messi sem var að spila sinn þúsundasta leik á ferlinum.

„Eigum við að sýna Messi smá ást? Hér eru nokkrar mínútur af dýrð og ánægju sem hann gefur manni á fótboltavellinum, njótið," sagði Gary Lineker þáttarstjórnandi á BBC.

„Messi sýndi bestu frammistöðuna sem við höfum séð á HM hingað til, langbestu," sagði Rio Ferdinand.

Þetta fór allt saman öfugt ofan í Morgan sem tjáði sig um málið á Twitter.

„Sérfræðingateymi BBC haga sér eins og smástelpur þegar þeir ræða um Lionel Messi. Ég hef áhyggjur af því að þeir lendi í „slysi" í stúdíóinu. Verið rólegir strákar, hann átti góðan leik gegn meðalliði. Sjáum til hvernig hann stendur sig gegn góðu liði," skrifaði Morgan.

Lineker svaraði honum á Twitter og sagði; „Gott að sjá þig koma stuttlega úr þörmum Ronaldo til að segja þína skoðun."


Athugasemdir
banner
banner
banner