Janúartilboð frá Liverpool í Kerkez og Zubimendi - Forest vill Ferguson - Man Utd hefur áhuga á Raum og Yildiz
   mið 04. desember 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Fagioli á sölulista
Mynd: EPA
Juventus er tilbúið að selja miðjumanninn Nicolo Fagioli. Þessi 23 ára leikmaður á sjö landsleiki fyrir Ítalíu.

La Gazzetta dello Sport segir Fagioli ósáttan við lítinn spiltíma og að Thiago Motta, sem hefur stýrt Juventus í fimm mánuði, sé ekki sannfærður um leikmanninn.

Fagioli hefur átt eina stoðsendingu í fimmtán leikjum á þessu tímabili en bara spilað samtals 683 mínútur.

Hann hefur ekki byrjað mótsleik síðan 22. október, 1-0 tapleikinn gegn Stuttgart í Meistaradeildinni.

Gazzettan segir að Motta sé ekki ánægður með frammistöðu og hugarfar leikmannsins þegar hann kemur inn af bekknum.

Juventus sýndi Fagioli stuðning og aðstoð þegar hann var í banni vegna brota á veðmálareglum. Samningur hans var meira að segja framlengdur til 2028.

Juventus telur hinsvegar núna að besta í stöðunni fyrir sig og leikmanninn sé að leiðir skilji í janúarglugganum. PSG, Marseille og Napoli eru sögð hafa áhuga.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner