Heimild: Gula Spjaldið
Í Gula Spjaldinu í dag var sagt frá því að Benedikt V. Warén væri á leið í læknisskoðun hjá Stjörnunni. Í síðustu viku var fjallað um að Vestri hefði hafnað tveimur tilboðum frá Stjörnunni í kantmanninn.
Þessi tíðindi þýða að Vestri hefur nú samþykkt tilboð í leikmanninn og verður hann væntanlega kynntur hjá Stjörnunni á næstunni.
„Hann er að fara í læknisskoðun hjá Stjörnunni núna fyrir helgi. Mér skilst að kaupverðið sé 10-12 milljónir," sagði Ásgeir Frank í þætti dagsins.
Þessi tíðindi þýða að Vestri hefur nú samþykkt tilboð í leikmanninn og verður hann væntanlega kynntur hjá Stjörnunni á næstunni.
„Hann er að fara í læknisskoðun hjá Stjörnunni núna fyrir helgi. Mér skilst að kaupverðið sé 10-12 milljónir," sagði Ásgeir Frank í þætti dagsins.
Benedikt Warén er 23 ára og átti mjög gott tímabil í sumar. Hann skoraði fimm mörk og lagði upp átta.
Benedikt er uppalinn hjá Val og skipti yfir í Breiðablik í 3. flokki. Hann lék fyrst með Vestra á láni 2021, lék svo með ÍA á láni 2022 og skipti svo alfarið í Vestra fyrir tímabilið 2023.
Athugasemdir